Selfoss

02-20 007

Ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem plönuð útivistarferð breytist í fyllerísferð í nálægu sveitarfélagi.  Það hefur nú oftast gerst þegar ég hef ætlað að viðra mig í Hvalfirðinum eða Borgarnesinu.  En núna guggnaði ég á að hjóla til Selfoss og til baka næsta dag.  Aðallega af því það hefði verið töluverður mótvindur og 5 stiga frost seinni daginn.  Það yrði nú vont að missa tærnar.  Nú eða nefið.  Þó að maður hjóli ekki með því.

02-20 005

Það var samt ekki legið og sumblað í heita pottinum alla helgina, ég tók hjólið með og tók nokkra hringi í nærsveitum Selfoss.  Það var ansi kalt verð ég að viðurkenna, ég var meira að segja farin að líta æði krimmalega út á köflum.

02-20 014

Búrfellið reyndi að blikka mig, en við áttum stefnumót í september síðastliðnum þegar gönguklúbburinn minn kleif klettinn.

02-20 016

Rauða mölin er ákaflega falleg og vinsæl í heimreiðum sumarbústaða.

02-20 026

Ég verð að fara að kaupa mér skauta, það hefði verið geggjað gaman að skauta í Kerinu.

02-20 029

Hringirnir sem ég fór voru 25-30 km langir.  Að hluta til malarvegir.  Smávegis hækkun, engar brekkur til að tala um.

selfoss-hjolaleidir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband