Vígin falla eitt af öðru

bikes_in_snow

Ef einhver hefði sagt mér í fyrra að ég ætti eftir að hjóla á Suðurlandsbrautinni, þ.e. akbrautinni hefði ég talið viðkomandi nett klikkaðann.  En þetta gerði ég í gærkveldi af illri nauðsyn.

Ég hjólaði til vinnu í gær og valdi að fara stíginn við Miklubraut báðar leiðir, af því hann á að vera í forgangi hvað ruðning stíga varðar.  Ég komst nokkuð auðveldlega til vinnu, en seinnipartinn náðu skaflarnir á köflum upp á mið læri, og ég þurfti að teyma hjólið ca 1/4 af leiðinni.  [Innsk síðar] Ljósmyndari Fréttablaðsins var staddur á réttum stað á réttum tíma, þessi mynd af mér á Miklubrautinni birtist í Fréttablaðinu 27.02.2010

2010-02-25

Ég hjólaði í klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins í gærkveldi, á aðalfund LHM og ákvað að prófa Kleppsveginn, af því það er strætóleið og hún ætti að vera sæmilega mokuð.  Það var hún ekki, væntanlega nógu góð fyrir strætó, en aðeins of mikill þæfingur fyrir mig.  Svo ég ákvað að prófa Suðurlandsbrautina til baka, hvort það væri nokkuð mikil umferð í kring um miðnættið.  Svo var ekki, og ég hafði alla akreinina fyrir mig.  Vel skafin og gekk glimrandi vel að hjóla heim í Smáíbúðahverfið.

Í morgun var búið að moka stígana, en bara ekki nógu vel, snjórinn var oft 10-15 cm djúpur, sem væri í sjálfu sér ekki vandamál, en er það þegar stígurinn er fullur af djúpum fótsporum, þá er þetta eins og að reyna að hjóla á þvottabretti.  Svo ég fór aftur út á Suðurlandsbraut.  Núna var svolítil umferð, en samt ekki meiri en svo að ég gat ekki fundið að ég tefði fyrir ökumönnum.  Ætli ég sé ekki búin að finna mér nýja leið til og frá vinnu.  Nema maður verði svo mikill hjólanörd að hér eftir dugi ekkert minna en Miklabrautin!  Það yrði síðasta vígið.

nextMiklabraut 


mbl.is Fólk hvatt til að ganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Suðurlandsbrautin er draumur í dós, aldrei nein umferð að ráði þar.

Edda Sigurjonsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 12:22

2 identicon

Í þessu samhengi má nefna að saltið gerir hjólreiðar mjög erfiðar á mörgum götum þegar snjóar. Það er nánast ómögulegt að  hjóla á götu sem er saltborin en snjóar svo ofan á, því snjórinn þjappast ekki heldur verður að ljósbrúnni "kartöflustöppu". Svo berst saltið inn í hliðargötur (sem ekki eru ruddar fyrr en eftir dúk og disk) og skemmir færð í þeim, sérstaklega í beygjunum þar sem saltið hreinsast úr framdekkjum bílanna.

kv.

jens "þolir ekki salt á götunum" gíslason

Jens (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 14:17

3 identicon

Ég þoli heldur ekki salt á götunum og kartöflustappan sem þú nefnir er hér á bæ kölluð saltslabb. Það er líka erfiðara að keyra í þessu saltslabbi heldur en í hreinum snjó, því gripið er mun meira í snjónum.

Hólmfríður Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 16:05

4 Smámynd: steinimagg

Farðu verlega í umferðinni.

steinimagg, 27.2.2010 kl. 20:50

5 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég þóttist þekkja þig á myndinni í Fréttablaðinu. Flott.

Árni Davíðsson, 10.3.2010 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband