Gönguljós viđ Réttarholtsveg

Í fyrravetur var ég nćstum ţví búin ađ keyra niđur dreng á reiđhjóli.  Ţetta var viđ gönguljós yfir Réttarholtsveg, drengurinn kom dökkklćddur og ljóslaus út úr myrkrinu og skaust yfir götuna ţegar gula ljósiđ var fariđ ađ blikka fyrir ökumenn.  Ég bölvađi drengnum í sand og ösku, en ökumađurinn á móti mér ţurfti líka ađ nauđhemla til ađ keyra ekki á piltinn.  Nćsta dag lá ţessi sami drengur í götunni, reiđhjóliđ viđ hliđina og ökumađur ađ hlúa ađ honum.

Aftur taldi ég drenginn hafa sýnt ađgćsluleysi og hjólađ út á götuna ţegar honum bar ađ bíđa.  En svo átti ég leiđ hjólandi fram hjá ţessum gatnamótum og ákvađ ađ skođa ţessi ljós betur.  Ţegar einhver ýtti á hnappinn kom rautt ljós hjá ökumönnum, grćnt ljós hjá ţeim sem ćtlađi yfir götuna.  Eftir ákveđinn tíma byrjađi grćna gönguljósiđ ađ blikka, á sama tíma kom gult blikkandi hjá ökumönnum.  Svo drengurinn hefur taliđ ađ sér vćri óhćtt ađ fara yfir, ennţá grćnt hjá honum.  Börn eru ekki međ sömu athyglisgáfu og fullorđnir og á fleygiferđ á hjóli er erfitt ađ meta hvort ljósiđ sé fariđ ađ blikka eđa ekki.  Lýsingu var líka ábótavant viđ gönguljósin, ég sá drenginn ekki fyrr en hann skaust fram fyrir bílljósin hjá mér, samt var ég búin ađ rýna vel í báđar áttir til ađ sjá hvort fleiri voru ađ fara yfir.

rettarholtsvegur 

Ţađ er búiđ ađ gera ţrengingu viđ ţessi gönguljós, tíminn sem ţađ tekur gangandi ađ fara yfir hefur styst og er ţađ vel.  Fólk hins vegar notar ekki alltaf hnappinn ţegar ţađ fer yfir, sérstaklega stálpuđ börn og fullorđnir.  Núna eru komin hvílíkar merkingar til ađ vara sljóa ökumenn viđ ţví ađ gatan sé einbreiđ á kafla, ađ ţađ eitt og sér skapar nýja hćttu.  Gangandi geta veriđ ósýnilegir á bak viđ skiltin, sérstaklega börn.  Ökumenn lenda í töfum ţegar enginn er ađ fara yfir á gönguljósunum, ţessi gata er međ töluverđum umferđarţunga.  Pirrađir ökumenn aka stundum yfir svona ţrengingar, frekar en bíđa eftir ađ röđin komi ađ ţeim.

Ţeir tveir ţćttir sem ađ mínu mati voru hćttulegastir viđ ţessi gönguljós fyrir breytingu eru enn til stađar.  Ég gerđi mér ferđ ađ ţessum ljósum til ađ sannreyna ţađ.  Ţađ er ennţá grćnt blikkandi ljós hjá gangandi ţegar gult blikkar hjá ökumönnum.  Og lýsingin er ennţá léleg.

Hér hefđi kannski dugađ ađ breyta ljósunum ţannig ađ grćna gönguljósiđ logi lengur, skipta svo strax yfir í rautt gönguljós, sleppa ţessu blikkandi grćna og stytta gula blikkandi ljósatímann hjá ökumönnum.  Og koma upp lágum ljósastaurum viđ sitt hvorn endann.  Kannski vćru gönguljósin öruggari ţannig í dag tvíbreiđ en viđ núverandi ađstćđur?


mbl.is Vilja draga úr umferđarhrađa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband