Hvalfjörður

05-31 006

Með tilkomu Hvalfjarðaganganna hefur Hvalfjörðurinn sjálfur breyst í paradís útivistarunnandans.

05-31 005

Vissulega á fólk leið þarna um á vélknúnum ökutækjum, þarna er að rísa blómleg sumarbústaðabyggð, og einhverjir sveitabæir eru í firðinum.  En það er ekki hægt að tala um umferðarþunga, bíll og bíll á stangli og allir víkja vel.  Ég styðst við bæði vedur.is og yr.no til að velja mér hjóladaga. Og svo sannarlega var þessi dagur vel valinn.

05-31 011

Áði í fallegri laut, sólaði mig, hlustaði á fuglasöng og árniðinn.

05-31 031

Hreyfði ekki hár á höfði sem er óvananlegt í Hvalfirðinum.  

05-31 024 

Var nú ábyggilega búin að segja þá sögu áður, en hún hlýtur að vera mörgum mánuðum eða árum aftar.  Ætlaði að labba frá botni Hvalfjarðar yfir til Þingvalla og tjalda á leiðinni. Rokið var slíkt að það var ekki stætt úti, þó hafði verið ágætis veður í Reykjavík.  Svo ég svona keyri áfram á meðan ég var að hugsa hvað ég ætti að gera, hvort ég ætti að prófa Borgarfjörð eða aðeins norðar. Líka leiðindaveður í Borgarfirði og tjaldstæðið ekki til að hrópa húrra fyrir svo ég ók áfram. Stoppaði í Hreðavatnsskála og fékk mér hamborgara (ég veit, ég veit, áður en ég var búin að hreyfa nokkuð annað en bensínlöppina). Ég rek augun í auglýsingu uppi á vegg. Hljómsveitin Bogomil Font leikur fyrir dansi. Met det samme var útivistinni slaufað fyrir djamm. Ekki í fyrsta sinn og ábyggilega ekki heldur í síðasta sinn.

Kvöldið var svo hið skemmtilegasta, ég dansaði hálfa nóttina við fótbrotinn rútubílstjóra sem var, þrátt fyrir gifs og hækjur merkilega fimur á dansgólfinu.

En víkjum aftur að Hvalfirði... Ég hjólaði frá botni Hvalfjarðar, fram hjá Meðalfellsvatni og Kjósarskarðsveg niður að Þingvallavegi. Þar fékk ég blússandi meðvind að Gljúfrasteini, en þar snerist vindurinn snögglega, svo ég fékk að puða pínulítið, eykur endorfinið svo maður dettur alsæll niður í lok ánægjulegs hjóladags. Og nei, þið fáið ekki mynd af hjólinu í þetta sinn!

05-31 041 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært blogg að vanda hjá þér Hrönn.  Og myndirnar maður

Heiðar Birnir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 22:43

2 identicon

Stórkostlegar myndir hjá þér og alltaf gaman að lesa bloggið :)

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband