Hvar er bíllinn?

Það var sumarhátíð í leikskólanum í síðustu viku.  Þegar ég kom að leikskólanum voru allir krakkarnir komnir út í garð og nokkrir strákar gáfu sig á tal við mig, á meðan ég læsti hjólinu mínu við girðinguna.  "Af hverju ertu á hjóli?" spurði einn 3ja ára.  Ég notaði tækifærið og hélt smá ræðu um gagnsemi hjólreiða, heilnæma loftið, minni mengun og svo er bara svo gaman að hjóla.  "Hvar er bíllinn?" spurði þá annar og stöðugt þjappaðist hópurinn af litlum 3ja ára gormum sem virtust hafa miklar áhyggjur af því að ég væri búin að týna bílnum mínum. 

Eða strax búnir að mynda sér þá skoðun að miðaldra mömmur ættu að koma keyrandi á Lexus, snyrtilega málaðar og tipla inn á háum hælum.  Hmmm.

En í dag fór ég á bílnum í leikskólann, þarf að útrétta og sækja hjólið mitt sem er ennþá niðri í miðbæ.  Þá var ein 5 ára upprennandi hjólreiðahnáta sem spurði "Af hverju ertu á bíl, hvar er hjólið?"  Sjúkk, æsku landsins er þá ekki alls varnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Þetta kannast ég við, maður hefur verið að hjóla alla daga ársinns í öllun veðrum og allt og svo þarf maður að vera á bílnum einn dag og þá er sagt "hva bara hættur að hjóla"  ótrúlegt :-)

steinimagg, 10.6.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband