Verðlaunabikar

Ég hef einu sinni fengið verðlaunapening, varð önnur í 17 júní hlaupinu í Sandgerði þegar ég var 10 ára.  Að öðru leiti er íþróttaferill minn fremur viðburðalítill.

Þar til í sumar, er ég fékk mætingabikar Fjallahjólaklúbbsins.  Ég setti mér það markmið í byrjun sumars að komast í eiturgott form og liður í því var að mæta í allar þriðjudagsferðir klúbbsins.  Ég skrópaði bara í einni ferð, nr. 2, en þá var hífandi rok og mér til afsökunar var undankeppni Eurovision sama kvöld.  En ég mætti í allar hinar, fyrir utan tvær, en þá var ég stödd úti á landi í sumarfríi, hjólandi að sjálfsögðu.

Ásgeir var næstum búinn að vinna bikarinn í fyrra, mætti í allar ferðir nema eina, en þar eð Edda hafði mætt í jafn margar ferðir var dregið og Edda hreppti bikarinn. Ásgeir komst ekki í 4 ferðir í sumar, og þess vegna varð hann aftur að sjá á eftir bikarnum.  Ég skora á Ásgeir að ná honum af mér á næsta ári, en hann stendur fyrir aftan mig á myndinni, skiljanlega svolítið súr á svipinn.

bikar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Glæsilegt :-)

steinimagg, 27.9.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband