Og þar fór Komda hjólið :(

06-30 003 

Síðasta sumar fór ég í skemmtilega ferð til Viðeyjar og var þessi mynd tekin við það tækifæri.  Ég vorkenndi hvílíkt strákunum sem þurftu að hífa Komda hjólið mitt um borð í Viðeyjarferju, því það er níðþungt.  Ég var ákveðin í að mæta næsta sumar á léttara hjóli og það verður pottþétt, því  hjólinu var stolið síðasta föstudag, um hábjartan dag. 

Raunar hefði ég aldrei átt að kaupa þetta hjól, stellið var aðeins of lítið fyrir mig, en það var hræódýrt, 24 þúsund kall eftir hrun, með þægilegum fítus, hægt að brjóta það saman og setja í skottið á bíl.  Sem ég nýtti mér mikið á ferðalagi síðasta sumar, nú og svo þegar ég hef verið of drukkin til að hjóla heim af djamminu, þá er fínt að geta blikkað einhvern til að skutla sér og samanbrotnu hjólinu heim.  Nú bölva ég hástöfum að hafa verið svona tímanleg að setja nagladekkin undir, 25 þúsund kall þar!  Nema ég nái að kaupa notuð nagladekk á netinu, kannski verða það mín eigin dekk, heh.

Oh, í þessum skrifuðu orðum var ég að fatta að festingin fyrir töskuna að framan var á hjólinu, nú er taskan eiginlega ónothæf, nema ég geti keypt festingarnar sér *sich*, ótrúlegt hvað svona stuldur getur reynst manni leiðinlegur og fyrirhafnarsamur  Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Var hjólið læst?

steinimagg, 15.11.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, hjólið sjálft var læst, en ekki við neitt nógu massíft.  Nú hef ég þessa líka fínu afsökun til að kaupa mér gott alvöru hjól.  Bæði ódýru hjólin mín farin á innan við mánuði.  Ég mun geyma nýja hjólið inni býst ég við, alla vega fyrstu árin.

Hjóla-Hrönn, 15.11.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband