Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Ein ég sit við sauma

kilt

Svona „flík“ þarf að sérsníða handa hverjum og einum.  Annars gægist millifótakonfektið niður undan kiltinu.  Þetta er upplagt að nota á sólríkum dögum og getur hæglega leyst af hefðbundnar hjólabuxur.  Alls velsæmis gætt.  Bæði að framan og aftan.  Hann Jón Þór, ferðafélagi minn var svo elskulegur að sitja fyrir í múnderingunni og fékk kiltið að launum.  Kvartaði raunar yfir því að það væri of lítið, ég er enga stund að redda því, get tekið niður faldinn og sett blúndu neðst eða skeytt inn efnisbút.

Eins og glöggir menn hafa áttað sig á þá er þessi færsla ekki ný af nálinni.  Samt ekki eins gömul og hún virðist vera.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband