Hnakkur á veginum

Ég týndi lásnum mínum og hjólaði sömu leið til baka næsta dag til að athuga hvort ég fyndi ekki lásinn.  Sá svarta þúst á veginum framundan og taldi lásinn minn liggja þar.  En það reyndist vera hnakkur sem lá á stígnum.  Rifjaðist þá upp fyrir mér gamli brandarinn um nunnuna sem missti hnakkinn af hjólinu á leið sinni frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.  Eftir það var svo gaman að hjóla að hún gat ekki stoppað fyrr en í Keflavík.
 
nun-on-bike
 
Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef maður fær 30 cm málmstöng með hvössum brúnum inn í sig, þá verða meiriháttar skemmdir á innri líffærum.  Allar líkur á að manni blæði út og endi lífið sárþjáður í Kópavogi.  Og hver vill deyja í Kópavogi?!?

En ef einhver alsæll hjólarinn skyldi nú vera kominn til Keflavíkur eða lengra og saknar hnakksins síns, þá getur hann haft samband við mig Kissing

mbl.is Vegir eru víða auðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Jón Snæbjörnsson, 18.3.2010 kl. 15:11

2 Smámynd: steinimagg

He he, þetta passar vel við fréttina

 og já, hver vill deyja í Kópavogi, snilld

steinimagg, 18.3.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband