Hjóla-mamma

Ţá eru ţriđjudagsferđirnar ađ hefjast aftur hjá Fjallahjólaklúbbnum og munu standa í allt sumar.  Fyrsta ferđin verđur í dag kl 18:30 og svo vikulega kl 19:30.  Sá sem mćtir oftast fćr afhentan veglegan farandbikar og fallegan blómvönd.  Ég vann í fyrra og ţađ sem ţessi blessađi bikar er búinn ađ gera lukku heima hjá mér.  Ég á einn 7 ára gorm og hann er afskaplega duglegur ađ draga krakka inn međ sér ef hann er sendur út ađ leika.  Í hvert sinn sem nýr vinur slćđist inn er snarstoppađ á ganginum og spurt "Hver á ţennan bikar".  Sonurinn tilkynnir ţá međ miklum tilţrifum ađ mamma sín hafi unniđ ţennan bikar, af ţví hún sé svo ótrúlega dugleg ađ hjóla.  Og strákarnir stara á bikarinn og mig til skiptis og ađdáunin leynir sér ekki.  "Vááááá".

Einn vinur stráksins míns vildi nú gorta sig ađeins af pabba sínum en fann ekki alveg réttu orđin.  "Pabbi minn er líka duglegur ađ hjóla, hann hefur hjólađ, eh, umm, upp í sveit, eđa eitthvađ..."  Pabbi stráksins er bloggvinur minn og hjólagarpur mikill, búinn ađ hjóla Ísland ţvert og endilangt og sennilega hálfnađur međ Evrópu.  "Já, en mamma mín fékk bikar!", aftur "Vááá" frá strákaskaranum, meiri ađdáun og ţar međ var vinurinn alveg lens, enda getur sonur minn veriđ ákaflega dramatískur á köflum, ekki veit ég hvađan drengurinn hefur ţađ, hmmm.

mamma_med_bikar

Ţriđjudagsferđirnar eru upplagt tćkifćri til ađ lćra hjólaleiđir í sínu nánasta umhverfi.  Ţađ er fariđ rólega yfir, hjólađ í ca 2 tíma, stoppađ oft, ferđirnar henta öllum, ungum, gömlum, mjóum sem feitum.  Sjá nánar um starfsemina hér:

www.fjallahjolaklubburinn.is

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband