Bláa Lóns - myndband

Ég var með litlu myndavélina með mér í Bláa Lóns keppninni.  Var með litla tösku aftan á bögglaberanum með slöngum, pumpu, orkugeli og auka vatnsbrúsa.  Það var lítill vasi á töskunni og þar kom ég myndavélinni fyrir, skar út smá gat fyrir linsuna.  Ég vissi raunar ekkert hvað myndi nást, kannski bara blár himinn eða grá gata, en sjónarhornið var bara fínt og það sést vel stemmingin í hjólahópnum.  Hins vegar var keppnisskapið svo mikið að ég gleymdi að stöðva myndavélina, hún filmaði uns minnið var búið og fyrir vikið varð skráin mjög stór og ég náði henni ekki yfir í tölvuna mína.  Þurfti að leita ásjár hjá vini með öflugri tölvu og nýrra stýrikerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Glatað að missa af Bláa Lóninu, kem næst.

steinimagg, 7.7.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband