Algjörlega off

Fyrir nokkrum árum sá ég umræðu á vef Barnalands.  Titillinn var "Algjörlega off" og sú sem hóf umræðuna var að spyrjast fyrir um hvað konum þætti fráhrindandi í fari karlmanna.  Í mínu tilfelli eru það svitablautir sokkar og jakkaföt.  Ég fæ alltaf velgju þegar ég sé "rómantísk" augnablik í bíómyndum þar sem einhver fer úr skónum undir borði og strýkur "æsandi" með tánum upp eftir fótlegg aðilans sem á að heilla.  Guð hjálpi þeim manni sem reyndi slíkt við mig, hann myndi sko uppskera spark í punginn, ef ég væri ekki búin að æla yfir kjöltuna á honum áður.

Hitt er svo jakkaföt.  Fæstir karlmenn bera jakkaföt vel, þeir verða stífir, þeim líður illa, bindið virðist vera að hengja þá, og kynþokkinn sem getur leynst undir jakkafötum fer venjulega fram hjá mér.  Jakkaföt eru í sama kynþokkaflokki og gúmmístígvél og vöðlur í mínum augum.  Þá eru menn farnir að minna óþyrmilega á leikskólakrakka í þeirri múnderingu.  Kannski skánar það þegar þeir eru komnir hálfir ofan í á í fallegu umhverfi *hugs*

Karlmenn eru venjulega mest heillandi þegar þeir eru í klæðnaði eða aðstæðum sem þeim líður vel í.

Ekki óraði mig fyrir að þessi umræða væri svona djöfullega fyndin, líftími hennar er núna kominn á sjötta árið og enn get ég hlegið mig máttlausa yfir sjarmörunum sem íslenskt kvenfólk hefur hitt í gegn um tíðina...  Njótið ef þið hafið ekki lesið þessa umræðu áður:

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=2472467&advtype=52&page=1&advertiseType=0

Og svo er hér önnur umræða á líkum nótum, hún er um okkar mistök svo fyllsta jafnréttis sé gætt, skiljanlega svolítið blóðugri en hin:

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=15877871&advtype=52&showAdvid=15889193#m15889193

 


mbl.is Hjólamenn í uppáhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega skil ég þig vel !! Jakkaföt eru einhvar ömurlegasti klæðnaður sem fyrir finnst sérstaklega þegar búið er að herða þessa fáránlegu efnis druslu sem kölluð er bindi , þétt upp að hálsinum.

P.S. Aldrei að treysta mönnum í jakkafötum , ekki undir neinum kringumstæðum.

Kv Röggi

Röggi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 17:06

2 Smámynd: steinimagg

he he

steinimagg, 30.9.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband