Hengiflug

07-18 112

Ég var að hjóla upp heljarinnar brekku, búin að puða og baksa við brekkuna, þá loksins gat ég tekið á þegar ég var alveg að komast á toppinn, var komin á góða ferð, fór fyrir klett, en beygjan var of kröpp til að ég næði henni.  Rann fram af hengiflugi en náði að grípa í brúnina með annarri hendi, hélt með hinu í hjólið, hyldýpið fyrir neðan mig og ég föst í klítunum.  Algjörlega að bilast úr hræðslu.

Ferðafélagarnir stoppuðu, skoðuðu aðstæður, sögðu að eina leiðin væri að láta mig detta.  Ég kæmist ekki upp aftur.  Ég leit niður og langt langt fyrir neðan var sjórinn spegilsléttur og fallega grænn.  "Þetta er ekkert mál, þú getur þetta, þú þarft bara að sleppa"  og svo bauðst einn til að stökkva með mér.  Og gerði það.  Og í því sem fingurnir misstu takið einn af öðrum og ég byrjaði að falla, þá var ég orðin alveg róleg og flugið var bara notalegt.  Á meðan ég féll náði ég að losa mig við hjólið og kasta því til hliðar.  Ylhlýr sjórinn tók mjúklega við mér og ég komst fljótlega upp á yfirborðið.  Þá brosti hann rennblautur og hress "Sko, þetta var ekkert mál"

Eru þeir ekki æðislegir félagarnir í Fjallahjólaklúbbnum, koma meira að segja til manns í svefni og breyta martröð í fallegan draum.

07-18 089

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta var æðislegur draumur!

Úrsúla Jünemann, 25.6.2011 kl. 17:03

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Súgandi?

Árni Davíðsson, 26.6.2011 kl. 01:28

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, þetta er Súgandafjörður, ég hjólaði upp á fjall eftir línuvegi í fyrra, draumurinn gerðist raunar erlendis, en fallhæðin var álíka mikil og þetta

Hjóla-Hrönn, 26.6.2011 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband