Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó...

12-29 001

Svona var ástandið fyrir utan hjá mér í gærmorgun. Fyrsta hugsun var að skríða aftur upp í og taka frí frá vinnu.  Ég man eftir vetrinum 1999-2000, þá var hraukurinn frá moksturstækjunum svo hár og harður, að við þurftum að höggva tröppur í hann með exi til að komast inn í hús.  Minnir að hann hafi náð mér í öxl.  Þá var snjódýpt 28 cm en mælist núna 33 cm í desember 2011.  En ég er ómissandi í vinnunni svona rétt fyrir áramót og fjarvera er einungis afsakanleg ef ég þarf að fara í mína eigin jarðaför.  Hvað er ég lengi að labba frá Háaleiti niður í miðbæ í svona færð? Ætli stígarnir séu mokaðir eða fer allur mannafli í að halda akstursleiðum færum?

12-29 013

Hvað með Strætó? Þar eð ég var nýbúin að fylgjast með nágrönum mínum pikkföstum á hlaðinu þótti mér líklegt að það væri allt fullt af vanbúnum smábílum fastir hér og þar og enginn kæmist leiðar sinnar í dag. Svo ég ákvað að leggja af stað á hjólinu, ef það væri ekki fært, þá er minnsta mál að vippa hjólinu af götunni og læsa við næsta ljósastaur og sækja síðar.  Maður er í aðeins meiri vandamálum með eitt tonn af blikki sem situr pikkfast á miðri Miklubraut. Þegar ég kom niður í hjólageymslu og opnaði hurðina var ég næstum hætt við...

12-29 003 

En ákvað að drösla hjólinu í gegn um skaflana og sjá hvernig Háaleitisbrautin hefði það.  Ástandið þar var bara ljómandi fínt.  

12-29 011

Í svona færð getur maður gleymt því að nýta sér göngustíga til hjólreiða.  En þá er um að gera að nýta sér göturnar.  Fór Háaleitisbraut, Skipholt, Rauðarárstíg, Hverfisgötu að miðbæ.  Venjulega er ég 15 mínútur á þessari leið, ætli ég hafi ekki verið 20 mínútur að þessu sinni, það þurfti að fara varlegar vegna fjölda af bílum sem voru í ógöngum í Skipholtinu.  Töluverður þæfingur og hálka undir og margir náðu ekki upp brekkur og þurftu að bakka aftur niður.  Ég var sú eina sem mætti á reiðhjóli í mína vinnu, það var raunar eitt hjól fyrir, en það sést á snjóþykktinni á hnakknum að það er svolítið síðan það var notað.

12-29 014 

Þegar ég byrjaði að hjóla aftur fyrir 3ur árum eftir langt hlé, fannst mér hrikalega óþægilegt að hjóla á götunni, fannst alltaf eins og einhver væri í þann veginn að fara að keyra á mig.  En þetta venst, í dag er ég pollróleg, rétt eins og ég sæti í hægindastól heima í stofu.  Ef einhver hefði sagt við mig þá að ég ætti eftir að hjóla upp endilanga Suðurlandsbrautina á götunni, hefði ég talið viðkomandi með óráð.  Ég miða venjulega við að hjóla á götum með 30-50 km hámarks hraða.  En ég geri undantekningu þegar Suðurlandsbrautin er annars vegar, hún er fremur fáfarin, með tveimur akreinum og ég hef aldrei fundið fyrir því að ég sé að tefja þegar ég hef hjólað hana.  Heimleiðin var sumsé Skúlagata, Suðurlandsbraut, Háaleitisbraut og Safamýri.

En ég ætti kannski ekkert að vera að biðja um meiri snjó, jólin eru búin og bíllinn minn er fastur á þessu plani og allt útlit fyrir að hann verði það fram yfir áramót.

12-29 009

Innskot 1.1.2012 Eftir á að hyggja, þá sýna myndirnar mínar ekki fannfergið nógu vel, en það gerir myndband sem ég rakst á á youtube


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Gleðilegt ár Hrönn og takk fyrir bloggið á árinu.

Hörður Halldórsson, 31.12.2011 kl. 15:46

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Takk sömuleiðis Hörður :)

Hjóla-Hrönn, 1.1.2012 kl. 11:51

3 identicon

Gleðilegt nýtt hjólaár Hrönn sjáumst vonandi í Reykjanesmótinu í maí.

                               Halli.

Haraldur Hreggviðsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 16:51

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Alveg örugglega Halli, gleðilegt ár :)

Hjóla-Hrönn, 1.1.2012 kl. 17:49

5 identicon

Gleðilegt nýtt ár.  Alltaf gaman og fróðlegt að lesa bloggið frá þér.

Ég var að taka saman hjólaárið 2011 hjá mér og sé að það eru einungis 5 daga sem ég hjóla ekki til vinnu vegna veðurs eða færðar (gæti verið 3-4 dögum fleiri því nokkrir dagar hef ég ekki skráð hjá mér hvers vegna ég vel annan ferðamáta en hjólið til og frá vinnu).  En mikið væri nú gaman ef fleiri áttuðu sig á því hversu auðveldur og þægilegur ferðamáti hjólreiðar eru.

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 09:16

6 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Takk sömuleiðis Bjarney, gleðilegt ár

Hjóla-Hrönn, 2.1.2012 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband