Nýtt leikfang

Það er ekki langt síðan ja.is tók breytingum, og mjög svo í jákvæða átt.  Það eru komin þessi líka fínu kort á vefinn, af öllu Íslandi, hægt að þysja niður á götuheiti og sjá næsta nágrenni.  Líka hægt að sjá óbyggðir, bara finna símanúmer t.d. í Keflavík, þá er hægt að þysja út á Reykjanesið.  Kemur sér vel þegar ég er að skipuleggja hvert skuli hjóla í sumarfríinu.

Ég hjólaði í vinnuna eins og venjulega, búin að sjá að ég hjóla 8 km að vinnu, 6 km heim.  Nema í dag hjólaði ég 42 km.  Veðrið var bara of gott til að fara stystu leið fram og til baka.  Núna sit ég við tölvuna rauðglóandi eins og eldhnöttur, auðvitað hefði ég þurft sólarvörn eða sleppa því að vera með berar axlir.  Note to self, sumarið er komið, svei mér þá.

Það er mælistika á kortinu, hægt að fikra sig áfram með línu og sjá hvað maður er búinn að hjóla.  Þetta er dagurinn í dag, hjólaði sumar leiðir tvisvar sinnum, af því ég þurfti að fara aftur niður í miðbæ eftir að hafa hjólað í kring um Seltjarnarnes og Öskjuhlíð.  Svo var of stutt að taka Miklubrautina heim, ákvað að taka smá krók út í Kópavog.  Kom við í ríkinu í Breiðholti og verðlaunaði mig með tveimur bjórum Kissing  Yndislegt að sitja úti í garði í góðu veðri og sötra bjór eftir ánægjulegan hjóladag.

07-03 001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Þetta kort er ágætt en mér finnst nú betra að nota Google Earth.

steinimagg, 4.7.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég nota það líka mikið, samt gott að fá imba-leiðbeiningar á Íslensku með staðarheitum og hæðarlínum, ég er voða spennt að sjá hvort ég nái að rata eftir leiðunum sem ég er að plana (50-60 km dagleiðir), eða hvort ég muni þurfa að ræsa út björgunarsveitir til að leita að mér

Hjóla-Hrönn, 4.7.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: steinimagg

Nú þá er bara málið að skella sér á eitt stk Garmin með korti og alles :-)

steinimagg, 5.7.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband