Sumarfrí - afslöppun

Ég fékk leigðan sumarbústað á Ísafirði og keyrði vestur með strákana mína, pakkfullan bíl af farangri og hjólin okkar aftan á.  Planið var að herða drengina aðeins upp í fríinu, hjóla, synda og spæna upp og niður Tungudalinn og svo líka slappa hæfilega mikið af enda veðurspáin dásamleg.

07 25 003

Fyrsta daginn datt yngri strákurinn af hjólinu og skrapaði skinnið af enninu, olnboganum og maganum.  Næsta dag var eldri pjakkurinn næstum því búinn að reka sig í hvassan greinastúf í brekkunni fyrir ofan Tungudal, og á meðan ég las yfir honum að gæta að hvar hann stigi niður í skóglendi, hrasaði ég á #$%#%$ trjástubbinn og fékk stóran skurð á lærið.  Þriðja daginn byrjaði ég svo á túr.  Men, þetta er búin að vera ansi blóðug sumarbústaðaferð!

07 25 013

Þar með duttu bæði sund og hjólaferðir út af dagskránni, slasaði pjakkurinn harðneitaði að hjóla meira á þessum vonlausu vestfirsku vegum.  Svo þeir eru búnir að liggja inni í sófa við videogláp og ég úti á palli í sólbaði.  Ég er ekki hönnuð fyrir svona hreyfingarleysi og endaði með bévítans tak í mjóbakinu, get varla snúið mér í rúminu né gert nokkurn skapaðan hlut.  Svo ég sá ekkert annað í stöðunni en senda drengina suður með flugi til pabba síns, næstu tvo daga verð ég á kojufyllerí í sumarbústaðnum í von um að bakverkirnir lagist, en svo ætla ég að hjóla bara og aðeins þvert yfir Ísland!

07 25 004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hjólína

Whaaaat? Hvaða leið ætlarðu? Yfir Kjöl? Vá...við Hallsteinn ætluðum nú bara að druslast upp og niður fjöll kringum Skorradal og kannski kringum þetta fræga Skorradalsvatn líka . Sé að metnaðurinn þarfnast endurskoðunar hjá mér . Reyndar hefur draumur okkar verið að hjóla Fjallabak Syðri. Það er á 2010 planinu . Annars tökum við 2 sextán ára með og bara fínt fyrir þá að hjóla þarna í kring með okkur. En flott hjá þér, þú tekur þetta með stæl!

Sigga Hjólína, 23.7.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband