Vanfærar konur?

Voðalega fer það í taugarnar á mér þegar barnshafandi konur eru skilgreinar sem vanfærar konur. Óléttar konur gengur eiginlega ekki heldur, ég er búin að vera bæði vanfær og ólétt síðustu árin, en hef þó ekki verið barnshafandi.

Ég var ekki vanfær um eitt né neitt þegar ég gekk með mín börn, stundaði hjólreiðar og fjallgöngur, fór upp á þak til að dytta að húsinu, gróf safnhaugi og sagaði niður tré með keðjusög.  Gerði allt sem ég var vön að gera áður en ég varð barnshafandi.  Labbaði meira að segja Lónsöræfin með gönguklúbbnum komin 5 mánuði á leið. 

Hér er ég með hressu kellunum mínum á toppinum á Búrfelli síðasta laugardag.

burfell


mbl.is Búið að forgangsraða vegna bóluefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband