Sól, sjór og bjór

Næstum því.  Sól, sjór og hjól.  Reykjanes í nóvember.  Sólin breyttist raunar í slyddu á köflum.  Ákvað að skreppa í sund í Sandgerði.  Kippti hjólinu með ef ég skyldi vera í hjólastuði.  Sem ég er alltaf.

11-28 001

Byrjaði í Keflavík, hjólaði gegnum Garð niður að Garðskagavita, þaðan yfir til Sandgerðis, en var of sein í sundið, það lokaði kl 15.  Þá var bara að hjóla áfram inn í Keflavík og dýfa sér ofan í Vatnaveröldina.  Oh, notalegt.

uvs091129-003

Þetta er held ég það allra flatasta sem ég hef hjólað.  Ekki ein einasta brekka, varla að vegurinn hallaði nokkurn tíma.  Malbikað alla leið, en malbikið slæmt á stöku stað, t.d. rifur í bikinu og frá Garði að Sandgerði var nýlögð olíumöl sem var verri yfirferðar en malarvegur.

11-28 003

Það var töluverð umferð bíla, ég er aðeins að sjóast í umferðinni, fyrst þótti mér óþægilegt að hjóla í götunni heima, fannst alltaf eins og einhver væri í þann veginn að fara að klessa á mig.  Svo vandist ég að hjóla á götum með hámarkshraða 50, og núna var ég salíróleg þó að stórir trukkar með tengivagna brunuðu fram úr mér á ofsaferð.  Bara hressandi.  Ætli maður endi ekki á þjóðvegi eitt fyrir rest.  Kannski hjóla ég hringinn í kring um Ísland þegar ég verð sextug, en þá get ég hætt að vinna og farið á eftirlaun.

11-28 010

Þetta voru ca 25 km og mér fannst ég varla lögð af stað þegar ég var komin aftur til Keflavíkur, full stuttur hjólatúr.

uvs091128-001

11-28 004

gardur_sandgerdi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband