Tröllafoss - Mosfellsdalur

12-06 005 

Ætlaði að taka léttan hring i Mosfellsdalnum í dag.  Hafði fyrr í haust lesið um Tröllafoss en greinilega búin að gleyma öllu sem ég las.  Þessi hringur er tæpir 20 km og ég bjóst við að vera hámark 2 tíma í ferðinni.  Með áningu við Tröllafossinn sjálfan.  Well, hlutirnir vilja oft fara aðeins öðru vísi en maður ætlar.  Ég ætlaði að hjóla fjólubláu og rauðu leiðina, en varð að stytta túrinn.

Tröllafoss

Vegurinn var þokkalegur malarvegur framan af, ég jafnvel hugsaði með mér að þetta væri auðveldara en að hjóla á milli Garðs og Sandgerðis á jafnsléttu.  En leiðin breyttist fljótlega, ég var ýmist á fínasta skautasvelli, snjóskafli, moldarsvaði eða ofan í djúpum pollum.  Þetta varð því að gönguferð með hjólið, frekar en hjólaferð.

12-06 012

Ég gekk öðru hvoru fram á brúnina til að finna fossinn, en tókst með minni vanalegu heppni að missa af honum.  Ekki það að útsýnið hafi ekki verið magnað og náttúran falleg, en ég ætlaði nú einu sinni að berja þennan foss augum.

  12-06 010

En ég vissi að náttmyrkrið myndi skella á upp úr kl 16, og þar sem slóðinn hvarf öðru hvoru var ég ekki viss um að rata aftur til byggða eftir myrkur.  Gemsinn minn var líka orðinn rafmagnslaus svo ég ákvað að drífa mig út á malbik frekar en fara til baka og leita að fossinum.  Það má alltaf fara seinna við betri aðstæður.  Þetta hefði sennilega verið lítið mál um síðustu helgi, þá var frost en ekki búið að snjóa eins mikið, þá hefði færðin verið betri. 

12-06 016

Sko, maður er aldrei ánægður.  Í dag var logn, 4 stiga hiti og sól.  Þá kvartar maður yfir því að það hafi ekki verið nógu kalt.  Meira að segja hægt að ganga léttklæddur í "vetrarhitanum"

12-06 014

Þegar ég las um Tröllafossinn fyrr í haust ákvað ég að taka með vaðskó, því það þarf að vaða Leirvogsána.  Auðvitað mundi ég ekkert eftir því þegar ég var að pakka niður fyrir ferðina.  Ég tók ekki einu sinni með nesti, þetta átti að vera svo létt og auðvelt.  Ég hætti fyrst við að fara yfir ána, var ekki með handklæði og var ekki alveg til í að vaða hana berfætt á þessum árstíma.  Teymdi hjólið meðfram árbakkanum nokkurn spöl í leit að betra vaði.  Ákvað svo að steðja beint yfir melana og teyma hjólið yfir að Þingvallavegi, en þar eð jarðvegurinn var ansi þúfóttur og grasið hátt, þá gafst ég fljótlega upp á þeim barningi.  Ég náði líka að hlunkast ofan í smápoll á leiðinni, svellið gaf sig og ég fór ofan í upp fyrir ökla.  Svo ég gat allt eins vaðið ána, úr því ég var orðin blaut í lappirnar.  Fann stíginn fljótlega og var komin niður á Þingvallaveg eftir nokkrar mínútur.  En þá var ferðin búin að taka rúma 2 tíma og ég ekki hálfnuð með leiðina.  Farið að dimma og mér orðið kalt.  Ákvað að stytta túrinn og geyma hinn helminginn til betri tíma.  Ótrúlegt að lenda í óbyggðahremmingum fokking hálftíma frá Reykjavík

12-06 001

12-06 006

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Flott hjá þér að leggja af stað, það eru ekki margir sem fara svona ferð. Ég hef einusinni hjólað upp að Tröllafossi en hundrað sinnum komið þangað á hesti :-)

steinimagg, 9.12.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Skemmtileg frásögn, Hjóla, og fínar myndir. Verst að þú skyldir ekki finna fossinn. Ef þú hefðir nú snúið þér við þar sem þú tókst mynd nr. 3 er fossinn lítið eitt ofar úr ánni en sést ekki frá syðri bakkanum nema sem ofurlítil miga neðst úr klettaklofi. -- Gengur betur næst.

Sigurður Hreiðar, 13.12.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband