Ef það er eitthvað nýtilegt í mér, þá má hirða það

Finnst rauninni skrítið að það sé ekki búið að setja nein lög hérlendis um þessi mál.  Ég er með svona lítið blátt kort í veskinu, þar sem kemur fram að það megi nota líffærin úr mér eftir andlát.  En það hefur ekkert lagalegt gildi, ættingjar mínir ráða eftir sem áður hvort líffærin verða nýtt eða hvort þau verða grafin með mér eða brennd.

Og hvernig á framkvæmdin að vera?  Skrá þetta í ökuskírteinið?  Hérlendis gilda ökuskírteini til 70 ára aldurs.  Sumir eru ekki með ökuskírteini.  Á þá að gefa út ný skírteini á alla núlifandi Íslendinga, 17 ára og eldri hvort sem þeir eru með ökuréttindi eður ei?  Þá réttindalaus ökuskírteini á suma eins kjánalega og það nú hljómar.  Eigum við að skrá þetta á skattaskýrsluna, og svo geta valdir aðilar innan heilbrigðisgeirans flett upp kennitölunni í gagnagrunni og séð óskir hins látna?

Mér lýst alla vega vel á finnsku leiðina, að sjálfkrafa séu allir lögráða líffæragjafar, en fólk hafi þó möguleikann á að hafna því að gerast líffæragjafi.


mbl.is Líffæragjöf verður sjálfkrafa í Finnlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Bergsson

Sammála.

Þetta eru mjög sniðug lög hjá Finnunum. Það væri frábært að láta tína allt nýtilegt úr sér til að öðlast smá framhaldslíf og bjarga öðrum. Svo finnst mér að öskunni mætti dreifa hvar sem er. En það er ekki enn leyfilegt hér á landi þó nóg sé til af óbyggðu landi.

Ég geri hinsvegar ráð fyrir að við íslendingar séum of vitlausir og eigingjarnir til að taka skinsamlegar ákvarðanir um þessi mál.

Magnús Bergsson, 5.1.2010 kl. 01:29

2 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Líst vel á Finnanna.

Hef lengji ætlad ad sendä inn  tess efnis ad ég vil gjarnan gefa mín líffæri en ekki látid vera af tví...

Kvedja til tín  frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2010 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband