25.8.2010 | 15:56
Skvísast um bæinn
Eitt dimmt vetrarkvöld var ég að klæða mig í gult endurskinsvesti í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins og Sesselja hafði á orði að þessi gulu vesti væru hræðilega óklæðileg, við litum út eins og Pólskir verkamenn í þess háttar múnderingu. Ég er alveg sammála því, það er langtum skemmtilegra að horfa á karlmenn grafa skurði eða dytta að einhverju nakta niður að mitti en þegar þeir eru klæddir í þessi gulu öryggisvesti.
Ég hjóla oftast í gulu öryggisvesti þegar ég er úti á þjóðvegunum, en finnst þau vera full heit á sumrin. Svo mér datt í hug að prófa að sauma eitthvað ögn svalara upp úr gömlu öryggisvesti. Þetta varð útkoman.
Ég stefni á að hjóla um Austurland á næsta ári. Þá mun þetta nýja öryggisvesti koma að góðum notum í veðurblíðunni. Ég vona að ég sé ekki að kalla óveðursský og kuldakast yfir Austfirðinga, en þar var ég síðast fyrir 12 árum, þá labbaði ég Lónsöræfin með gönguklúbbnum mínum. Við höfðum labbað Fjörður á Norðurlandi árið áður í rigningu, súld og þoku, og ákváðum að fara næst til Austfjarða sem er jú annálað fyrir veðurblíðu.
Þessi gönguferð er eins sú magnaðasta og erfiðasta sem ég hef farið í, þetta var í júlí, það var tveggja stiga frost, það snjóaði á okkur, ég var komin 5 mánuði á leið og fyrsta dagleiðin var 13 tímar. Við vorum með GPS tæki meðferðis og það kom svo sannarlega að góðum notum, annars hefðum við ekki fundið skálann í muggunni, við gengum nánast fram hjá honum, skyggnið var bara 2-3 metrar og bara heppni að ein í hópnum bókstaflega gekk á skálavegginn. Þriðja daginn brast hann svo á með sól og brakandi blíðu. Austfirðirnir sviku ekki eftir allt saman, við gátum spókað okkur á bikini og náttúrufegurðin í Lónsöræfum er sko engu lík.
Hér eru myndir sem Geir, bróðir minn tók á Menningarnótt:
https://photos.app.goo.gl/B7xtgijmq1EykPFM7
Ég gerði smá myndband um viðburðinn, ég var með vél aftan á bögglaberanum, en því miður virðist eitthvað hafa klikkað þar í myndatökunni, tómt minniskort eftir hjólatúrinn. Ég var sem betur fer líka með litlu imba-vélina. Hún er orðin örlítið lúin, enda búin að detta ansi oft í götuna, ýmist ein eða kútveltast með myndatökumanninum.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
magnað þetta allt hjá þér - takk fyrir að deila þessu út
Jón Snæbjörnsson, 2.9.2010 kl. 10:37
Flott vesti á flottri konu :-)
Maja Sigrún (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.