21.1.2010 | 23:47
Skautar
Það eru ein 30 ár síðan ég steig síðast á skauta. Þegar ég var krakki á Ísafirði fórum við á hverjum einasta degi niður að Rækjuverksmiðjunni og skautuðum þar á affallsvatninu. Fínasta skautasvell og nógu stórt til að rúma allan púkaskarann. Og ef það var ekki nógu mikið frost og ísinn ekki nægilega traustur, þá var vatnið bara hnédjúpt, svo það var engin hætta á ferðum. En hjálpi mér fnykurinn af manni ef ísinn brotnaði og maður lenti ofan í gúanóinu.
Það er alveg eins með skauta eins og reiðhjól. Ef maður hefur einhvern tíma lært á þetta, þá gleymist það aldrei. Kom mér á óvart hvað ég var flink, gat farið töluvert hratt og stoppað á punktinum. Meira að segja skautað afturábak. Datt bara einu sinni, þá var ég einmitt að hugsa að ég væri bara assgoti góð, en þá er nú gott að vera svolítið bólstraður og hafa mjúkan rass til að detta á.
Ef við hefðum drifið okkur út á svellið í desember eða fyrr, þá hefðu verið skautar í jólapökkum strákanna. Já og mínum líka!
Litli gormur var að fara í fyrsta sinn og eftir einn hring settist hann með skeifu á bekkinn. Hundfúll yfir að mamma væri að hanga í honum. Hann vildi fá að skauta einn eins og hinir! Sem hann fékk með aðstoð grindar. Og í lokin var minn maður farinn að skauta einn með aðra hendi fyrir aftan bak, bara eins og professional.
Meira að segja unglingurinn vildi koma með, það hafa allir gaman af því að skauta, alveg sama hvað þeir eru gamlir.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.