Hver nennir að hjóla í þessu veðri

Skítaveður. Ef þetta er ekki dagurinn til að hanga heima, fúlskeggjuð á hlýrabolnum, með bjór í annarri æpandi ÁFRAM ÍSLAND! Þá veit ég ekki hvað...

Nei, nei, maður verður nú að vinna sér inn fyrir bjórnum, það verður farið út að hjóla!  Það er ekki freistandi að taka langa hjólatúra í roki og rigningu, en þá er fínt að koma við í sundinu og fá smá smá yl í kroppinn, þá hefur maður úthald í annan hjóla-hálftíma.

Ég hef verið með önnur plön báða dagana sem Ísland var að spila.  Í bæði skiptin hef ég horft á leikina og þurft að fara þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum.  Í bæði skiptin voru þetta unnir leikir, 3ja marka forskot.  Frétti svo úti í bæ að leikirnir enduðu með jafntefli.  Ég er með samviskubit.  Þetta er allt mér að kenna.  Af því ég stóð upp og fór.  Kláraði ekki leikina.

Í kvöld mun ég sitja sem límd við sófann á meðan leik stendur, ég mun ekki einu sinni standa upp til að míga!  Maður verður nú að leggja eitthvað á sig fyrir Strákana sína...


mbl.is Leikurinn er ekki fyrir þá sem þola illa spennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef þú ætlar ekki að standa upp til að míga þá myndi ég sleppa bjórnum.

Sigurður M Grétarsson, 23.1.2010 kl. 14:21

2 identicon

Það er ekkert að því að hjóla í þessu veðri. Það er verra að sitja hlandblaut heima í sófa og eiga engan bjór.

Jórunn Sigþórsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:32

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

aaaaahhhhhh, hvað það var gott að losa...  Ég neyðist víst til að halda þessu áfram í milliriðlinum!

Hjóla-Hrönn, 23.1.2010 kl. 21:33

4 Smámynd: steinimagg

steinimagg, 24.1.2010 kl. 00:44

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

burt séð frá lús og "tuggu" þá dáist ég af kraftinum í þér að hjóla þetta út um allt - pottþétt gaman

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband