Það sem hefur ekki vaðið upp á minn skjá...

nakedManAndBike 

Ég sé nú ekki alveg ástæðu til að hneykslast þó að karlmaður skoði myndir af fáklæddu kvenfólki í tölvunni sinni.  Ég get alveg staldrað við fáklædda karlmenn ef þeir verða á vegi mínum við flæking á internetinu.  Þó að það sé á vinnutíma.

Einu sinni var ég að horfa á fyndin myndbönd með syni mínum sem þá var 6-7 ára gamall.  Síðan var íslensk og leiddi okkur inn á aðra síðu og ég ætlaði að athuga hvort þar væru fleiri fyndin myndbönd og klikkaði á link.  Þá opnaðist gluggi þar sem tvær konur voru að leika sér með dildó.  Það var enginn aðdragandi, ekkert verið að klæða sig hægt og æsandi úr fötunum, bara brjóst, læri, píkur og svo "plug and play action" á innan við 5 sekúndum.  

Það sem maður verður skjálfhentur að reyna að hitta á agnarsmáa rauða krossinn í hægra horninu efst...  Ég held að sonur minn hafi ekki beðið mikinn skaða af, hann alla vegar horfði á þetta áhugalaus með hönd undir kinn og sagði "þetta er ekkert fyndið, finnum eitthvað annað".


mbl.is Skoðaði nektarmyndir í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hehe, ég viðurkenni að ég flissaði svolítið þegar ég las þetta.  Sonur þinn er greinilega öllu vanur á internetinu, sem og önnur börn, en eldri sonur minn er orðin alveg ótrúlega klár að nota internetið.  Ég reyni að hafa lög og reglur í heiðri ásamt því að skammta tíma á netinu en það er samt eins og það sé vonlaus barátta að koma í veg fyrir að börnin sjái óæskilega hluti á netinu.  Ég efa þó að sonur þinn beri alvarlegan skaða af þessu en ég skil þig vel. 

... "þetta er ekkert fyndið, finnum eitthvað annað" - eins og þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi 

Garðar Valur Hallfreðsson, 4.2.2010 kl. 08:10

2 identicon

Ég er alveg sammála þér Hrönn. Aftur á móti finnst mér líklegra að sonur þinn hafi ekki vitað hvað hann var að horfa á frekar en að hann hafi verið þessu vanur, vonandi allavega. Það er reyndar orðið slæmt að maður geti ekki skoðað svona fyndin myndbönd án þess að hardcore porn sé á síðunni. Sjálfur tek ég varla eftir þessu en verra mál þegar lítil börn ætla að skoða svona.

Rúnar (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 13:43

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hef gaman að skoða vefmyndir frá ýmsum stöðum ,Sló inn orðinu Webcam Og þá kom ýmislegt misjafnt.Webcamplaza er betra fyrir börnin eða aðrir viðurkenntir  webcam vefir.

Hörður Halldórsson, 4.2.2010 kl. 16:56

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaða síða var þetta Fjóla Hrönn? þetta hljómar eins og algjört hneyksli! ...ég verð að skoða þessa síðu...

Óskar Arnórsson, 4.2.2010 kl. 22:39

5 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég verð að hryggja þig Óskar, þetta var fyrir ca 5 árum, ábyggilega búið að fjarlægja linkinn.  En ég er viss um að þú finnur eitthvað skemmtilegt ef þú gúgglar "naked girls" eða "girls dildo" og svo framvegis.  Og það er Hjóla-Hrönn, ekki Fjóla Hrönn   Ég er að vestan skiluru, við göngum flest undir viðnefnum og fornefnum. 

Það voru þrjár Hrannir í mínu ungdæmi, Litla Hrönn, Stóra Hrönn og til að brjóta upp nafngiftina "Hrönn-í-miðið" þá tók ég sjálf upp Hjóla-Hrönn.

Hjóla-Hrönn, 5.2.2010 kl. 00:23

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

hehe..ég er líka að vestan. Sá að nafnið var Hjóla enn ekki Fjóla...hélt bara að þetta væri prentvilla. ég kannast aðeins við nafngifta kúltúrinn. Sniðugur pistill hjá þér og skemmtilegur!..

Óskar Arnórsson, 5.2.2010 kl. 01:49

7 Smámynd: steinimagg

he he, þetta hefði verið gaman að sjá, já nei ekki videoið heldur þig að reina að slökkva

steinimagg, 6.2.2010 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband