6.2.2010 | 19:35
Hjólað í sund í Mosfellsbæ
Það er ekki eins langt að hjóla upp í Mosfellsbæ og margur heldur. Mig langaði í sund og ákvað að hvíla Laugardalslaugina aðeins, fara í staðinn upp í Mosfellsbæ og reyna að finna nýju sundlaugina, en ég hef ekki komið í hana.
En svo gleymir maður sér við sjávarsýnina og ferska loftið og skyndilega var ég komin upp að gömlu sundlauginni við Varmárskóla, en sú nýja er mun neðar, nær Reykjavík. Það er gallinn við stígakerfið hérna, það þarf að sjálfsögðu vegvísa á því eins og er við umferðagöturnar. Ég var alfarið á stíg á leiðinni frá Reykjavík að lauginni, en mest megnis á götum á leiðinni til baka.
Ég hélt að ég hefði einhvern tíma komið í þessa laug, en greinilega ekki, laugin sjálf er 25 metrar, og dýpkar mjög skyndilega úr 1 metra í ca 4 eins og hönnunin var gjarnan á gömlu laugunum. Fyrir vikið fékk ég smá Avatar tilfinningu, enda með máð og lúin sundgleraugu sem juku á áhrifin. Magnað að synda fram af hengifluginu og stara skyndilega ofan í djúpið. Fyrsta og eina skiptið sem ég hef fundið fyrir lofthræðslu í sundi. Svo voru 3 heitir pottar og verkamenn að vinna að einhverju, sem gæti orðið busllaug fyrir yngstu gormana, en þessi laug er lítið spennandi fyrir fjölskyldufólk.
Ég var klukkutíma að hjóla frá Smáíbúðahverfinu og upp í Mosfellsbæ, meðfram sjónum með sterkan mótvind.. Svo hjólaði ég Hafravatnsleið til baka, í gegn um nýju hverfin í Gravarholti sem munu væntanlega standa með tómar tóftir um ókomin ár, ég gleymi alltaf að það er enginn góður stígur þarna á leiðinni til Reykjavíkur, ég enda alltaf á Vesturlandsvegi innan um bíla á 100+ km hraða.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já ég lærði nú að synda í Varmárlaug á sínum tíma enda úr Mosó :-) Það var alltaf mikið fjör í lauginni, það var alltaf hellingur af krökkum í henni á hverju kvöldi og mesta fjörið þegar það var farið að dimma, snilldar tími. Mesta fjörið var að fara í eltingarleik sem var með allskonar reglum sem ég nenni ekki að útskíra. Það þíðir lítið að segja krökkum frá þessu í dag hvað þetta var gaman þau botna bara ekkert í því. Ég sakna Mosó.
steinimagg, 7.2.2010 kl. 01:26
Satt segirðu Steini. Ég fór nánast á hverju kvöldi í sundlaugina á Ísafirði, það var bara ein ísköld sundlaug, engir heitir pottar, ekkert dót, engin rennibraut, en samt gat maður leikið sér endalaust. Sérstaklega var gaman að gera það sem var stranglega bannað, fara ósyndur með kúta út í djúpu laug eða klifra upp í gluggana og hoppa út í. Nú eða kíkja inn í búningsklefa hjá gagnstæðu kyni *ehemm* Núna finnst mér eins og börn geti ekki leikið sér ef það er bara vatn og ekkert annað.
Hjóla-Hrönn, 7.2.2010 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.