Hún hefði betur verið á hjóli

Kvenkyns biskupinn sem var tekin full undir stýri.  Þ.e. ef umferðarreglur eru sams konar og hér á landi.  Það má nefnilega hjóla fullur á Íslandi, en það má ekki keyra vélknúnu ökutæki eftir að hafa drukkið áfengismagn sem samsvarar einum bjór, einu rauðvínsglasi eða einum snafs.

Reglan um áfengisdrykkju hjólreiðafólks er í grein númer 45 í umferðarlögunum, svohljóðandi:

"Enginn má hjóla eða reyna að hjóla eða stjórna eða reyna að stjórna hesti, ef hann er undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna, að hann geti eigi stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega."  Tilvitnun lýkur.

Ég varð satt að segja svolítið hissa þegar ég rakst á þessa klausu í umferðarlögunum.  Mér hefði þótt mun eðlilegra að hjólafólk væri flokkað með ökumönnum vélknúinna ökutækja, enda getur verið aukin slysahætta af drukknum hjólreiðamanni.  Hvernig í dauðanum á ég að meta hvort ég sé of drukkin til að hjóla eður ei?  Venjulega fyllist maður hvílíku stórmennskubrjálæði þegar maður er kominn í glas, getur allt, kann allt og "kva, hjóla heim, miiiinnsta málið!", þótt maður standi varla í lappirnar...

drunk_on_bike

Ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar þessi klausa var samin.  Mig grunar að á fundinum hafi einhver gert athugasemd við það að hestamenn megi ríða fullir, en ekki hjólreiðamenn.  Og þar eð hestasport er heldri manna sport og flestir fundarmanna ekki viljað missa skemmtilegu réttar- og landsmótastemminguna, til að friða þennan eina hjólandi sérvitring, þá hefur einhver svarað : "Jæja, þá, hesta- OG hjólreiðamenn"

 


mbl.is Biskupinn segir líklega af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband