Bara fyrir konur

Í tilefni kvennafrídagsins verð ég nú að koma með færslu sérstaklega fyrir kvenfólkið.

 

pro-cyclist-ass

 

Það eru alls kyns mítur í gangi hvers konar hnakkar henti kvenfólki best.  Þetta er eins og með alla aðra hluti, maður verður bara að prófa sig áfram.  Það sem hentar einni konu hentar ekki næstu.  Ég er búin að prófa alls konar hnakka, allt frá örmjóum pyntingartólum til breiðra traktorssæta.  Keppniskonur verða held ég að sætta sig við mjóu hnakkana og vera þá í elegant hjólabuxum með púðum í klofinu.  Við getum alla vega huggað okkur við að karlmenn skarta stundum líka kameltá...

 

camel_toe


Sumir hnakkar eru með dæld eftir endilöngum hnakki, mér finnst einna best ef hnakkurinn er svoleiðis og miðlungs breiður.  Þá þarf ég að láta hnakknefið halla nokkuð mikið niður, jafnvel það mikið að ég er frekar að tylla rassinum á hnakkinn en sitja á honum.  Annars kem ég heim í hlað með doða og tilfinningaleysi sem varir í ca tvo daga.  Og það gengur ekki þegar maður hjólar á hverjum degi.  Konan lifir ekki á hjólreiðum og brauði einu saman.  Best er að hjóla í nokkra km, prófa að breyta hallanum um eitt bil, hjóla nokkra km  og prófa sig áfram í báðar áttir.  Líka færa hnakkinn fram og aftur.  Þetta getur tekið nokkra daga þar til maður finnur stillingu sem hentar manni best. 

Annað sem getur skipt máli.  Hár eða hárleysi.  Hér gildir líka að prófa sig áfram.  Ég gerði mistök þegar ég hjólaði Kjöl, yfir 200 km á tveimur dögum, var með meira en vikugamla brodda.  Fékk núningssár.  Það hefði sviðið minna seinni daginn ef ég hefði rakað rétt fyrir ferðina.   

Vaselin krukka er ómissandi í hjólatúrinn.  Þetta lærði ég af sundkrökkunum, sá að þau voru að bera eitthvað á sig meðfram sundfötunum.  Þau voru að maka vaselini á þá staði sem var líklegt að núningssár myndu myndast.  Hei, þetta ráð gildir raunar líka fyrir karlmenn, ef einhver karlkyns skyldi enn vera að lesa. 

Lítill spegill.  Það er nauðsynlegt að skoða vinkonuna áður en farið er í langan hjólatúr.  Sérstaklega þær sem raka allt af.  Síðasta sumar var ég orðin voðalega aum, en bara öðru megin.  Hélt að eitthvað lægi skakkt eða vitlaust, reyndi að hagræða en þegar eymslin mögnuðust hélt ég hefði fengið barrnál eða annað stingandi strá í gegn um hjólabuxurnar, stoppaði úti í vegarkanti, skreið ofan í skurð, úr að neðan og skvísuskoðun.  Þá hafði lítið snifsi af klósettpappír rúllast upp og lá þarna á milli ytri og innri barms.  Búið að þurrka slímhúðina og mynda lítið brunasár.  Vaselin á það og þá var sko hægt að hjóla í nokkra klukkutíma í viðbót. 

Það eru oft smáatriðin sem skipta máli hvort hjólatúrinn verði ánægjuleg upplifun eða hreinasta kvalræði.


mbl.is Konur hvattar til að klæða sig vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband