29.5.2011 | 23:09
Svínaskarð
Jæja, þar fór Bláa Lóns þrautin hugsaði ég með mér á meðan ég paufaðist upp hlíðina og rak tærnar ítrekað í hnullunga í götunni. Það getur verið gott að lesa leiðarlýsingu áður en maður leggur í'ann. Eða kannski ekki, þá hefði maður bara setið heima og lakkað á sér táneglurnar. Og misst af skemmtilegri ferð Fjallahjólaklúbbsins. Það voru 10 mættir, eitthvað höfðum við misskilið leiðbeiningarnar, fararstjórinn beið við vegamótin, allir hinir keyrðu inn að bóndabæ með sama nafni og afleggjarinn og biðum þar dágóða stund símasambandslaus. Lögðum svo bara af stað, enda alltaf einhver sem ratar og það voru nokkrir með Garmin á stýrinu. Við vorum átta karlmenn og tvær konur. Einhver taldi raunar þrjár konur, en það hefur verið einhver álfamær sem hefur langað að slást í hópinn.
Það verður einhver að vera síðastur og ég tók að mér það hlutverk í dag. Mér fannst ég í ægilega fínu formi á Nesjavöllum, en ég hjólaði upp allar brekkur þar, þurfti ekkert að teyma hjólið. Ég gat eiginlega ekkert hjólað fyrstu 10 kílómetrana. Fyrst var það upp snarbratta grýtta brekku, og svo niður snarbratta grýtta brekku. Nokkrir jaxlar hjóluðu þetta þó allt saman, sátu svo í makindum og sóluðu sig á meðan ég paufaðist upp í mót um urð og grjót. Bölvandi þessum 10 kílóum sem ég ætlaði að vera búin að losa mig við í vetur. Og því að vera ekki í betri skóm, ég ákvað að fara á fjallahjólinu, en það er ekki með klítum, það er horror að vera í klítaskóm á venjulegum petölum, svo ég varð að skorða mig af á miðjum petalanum og lappirnar runnu stanslaust til. Mundi náttúrulega eftir því í miðri brekku að ég var með Meindl gönguskóna mína í skottinu á bílnum, hefði skipt yfir í þá ef ég hefði fattað það niðri á plani.
Ég hef stundum lent í því að vanur ferðafélagi hjólar upp að mér "Hrönn, þú ert á felgunni" Og þá verið að meina að ég sé með of lint í dekkjunum, ekki að ég sé drukkin á hjólinu. En núna var annar vanur hjólafélagi sem sagði "Hrönn, þú ert með allt of hart í dekkjunum" Ákveða sig strákar! Nei, nei, það skiptir máli hvar maður er að hjóla, á grófum malarslóðum er betra að vera með lítinn þrýsting til að dekkin grípi betur og það sé auðveldara að stýra hjólinu. Á malbikinu er betra að vera með góðan þrýsting í dekkjunum, þá rennur maður betur. Ég sem kom við á bensínstöð og vél-pumpaði í dekkin svo ég yrði ekki hönkuð á felgu-dæminu.
Fleiri mistök. Allir hinir voru með bakpoka eða mittistöskur. Það er mikið auðveldara að vera með farangurinn á bakinu eða í mittistösku í svona ferð. Sérstaklega ef það þarf að teyma mikið. Ég á tvær mittistöskur sem héngu heima í skáp á meðan ég hristi Ortliebinn minn í sundur í Svínaskarðinu. Sem betur fer datt skrúfan ekki úr fyrr en ég stoppaði til að athuga af hverju taskan rakst í hælinn á mér. Ég hef átt í brasi með hnakkinn undanfarið, hann hefur viljað losna, svo ég ákvað að taka með bita sem passaði í hnakkskrúfuna. Og úr því ég var með bitasettið í höndunum, þá endaði það ofan í hjólatöskunni. Annars hefði ég verið í smá vandræðum með laskaða hjólatösku.
Þá spunnust upp sögur, þar sem nokkrir félagar voru á ferðalagi og allir voru búinir að hrista í sundur bögglaberana, hjólin og töskurnar, allir voru með meira og minna víruð og teipuð hjól og farangur. Það er komið á innkaupalistann. Blómavír, rafmagnsvír og nauðgunarteip. Ehh, *hóst*, ekki að maður ætli að fara að gera eitthvað af sér í hjólaferðunum, bara þetta gengur undir þessu nafni, gráa sterka teipið...
Svo var hjólað þægilega sveitavegi með Kára í bakið og svo smá spotta eftir Þingvallavegi. Þetta tók ríflega 5 tíma með tveimur snöggum nestispásum. Hér má lesa nánar á vef fjallahjólaklúbbsins um Svínaskarðið:
http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/524/144/
Tókstu eftir Bangsimon? Bara að tékka á athyglisgáfunni.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 117551
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætlaði í þessa ferð en gírkassinn á hjólinu er eitthvað að stríða mér, kem vonandi með í næstu fjallaferð. Gaman að sjá hvað þú ert dugleg að mynda í þessum ferðum og setja myndirnar á bloggið.
steinimagg, 30.5.2011 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.