9.7.2011 | 19:48
Tour de Hvolsvöllur
Hví í dauðanum er verið að byrja svona snemma, hugsaði ég, en ég verð seint uppnefndur morgunhani. Svo sem enginn næturgöltrari heldur, en þarf bara minn góða nætursvefn til að höndla hvunndaginn. Ég varð að rífa mig upp kl 6:30 til að taka þátt í þessari hjólakeppni. Keyra í samfloti austur á Hellu, geyma einn bíl þar, til baka á Selfoss, hjóla þaðan til Hvolsvallar, hjóla svo á Hellu að sækja bílinn. Svona var planið og það virkaði bara ljómandi vel.
Það voru ca 30 sem lögðu af stað frá Selfossi, nú veit ég ekki nákvæmlega hvar ég var í röðinni, en taldist til að ég væri fjórða, þar af önnur í kvennaflokki. Það var ekki tímataka á þessum legg, bara á þeim sem hjóluðu 110 km. Svo ég get bara montað mig af silfrinu sem ég fékk ekki hér.
Ég ákvað að troða mér framarlega til að geta draftað í stæðilegum karlmönnum, en slík iðja fer þannig fram að maður nýtir skjólið af þeim sem er á undan og erfiðar minna fyrir vikið. Maður heldur sig hlémegin og hefur framhjólið ca við afturnaf þess sem er fyrir framan. Ekki ósvipað og farfuglarnir sem maður sér í oddaflugi. Það fór raunar svo að ég hengdi mig í rauðhærða HFR skvísu og náði að drafta hjá henni í eina 15 kílómetra, aftan í mér hékk karlmaður og nýtti skjólið af mér. Þau stungu mig hins vegar af í langri aflíðandi brekku. Þó að hún hefði brotið vindinn fyrir mig allan tímann og ekki haft neitt skjól sjálf. Þar kemur þyngdin sér illa fyrir mig, ég er enn með 10 óþarfa kíló sem ég þyrfti að létta mig um til að ég þurfi ekki að setja í sleðagírinn í brekkunum.
Svo ég hjólaði ein restina í þó nokkrum mótvindi, og enginn tók fram úr mér úr Selfoss hópnum. Það gerðu hins vegar fremstu menn sem hjóluðu 110 km, mér fannst ég vera á hvílíkt góðri siglingu, ca 35 km hraða þegar einhver tók fram úr mér eins og elding og ég hugsaði "voðalega var þessi á hljóðlátu mótorhjóli". Það tók mig 2-3 sekúndur að fatta að þetta var Hafsteinn Ægir á reiðhjóli.
Tíminn hjá mér var 1:43 eða þar um bil, er ekki með skeiðklukku á hraðamælinum. Þá átti ég eftir að hjóla 15 km til baka að Hellu til að sækja bílinn. Og þá skildi ég af hverju við byrjuðum þetta snemma að hjóla. Umferðarþunginn jókst hvílíkt eftir hádegi og langar raðir í báðar áttir mynduðust. Þess fyrir utan var einhver útihátíð á Hellu og mikil mannmergð þar, ég var næstum búin að hjóla niður stúlku sem var augsýnilega með þynnku dauðans og ekkert að líta í kring um sig þó að hún væri að labba yfir þjóðveg 1.
Annað atvik átti sér stað í Tour De Hvolsvöllur. Ég varð fyrir kynferðislegri áreitni. Mér var klappað á rassinn. Af ungum pilti sem var í bíl að taka fram úr mér. Fullur bíll af strákum, mjög líklega 18-19 ára. Ég var þá á ca 30 km hraða sjálf og "áreksturinn" ansi óþægilegur. Fagnaðarlætin í bílnum voru hins vegar hvílík að ég gat ekki annað en flissað, en eftir á fattaði ég hvað svona lagað er hættulegur leikur. Ég hefði getað misst stjórn á hjólinu og rekist utan í bílinn eða hafnað utan vegar. Drengurinn hefði getað handleggsbrotnað, bíllinn var jú á töluverðri ferð, handleggurinn á honum kyrr og grjótharður hjóla-rassinn á mér eftir 65 km sprett góð fyrirstaða. Og það sem drengurinn á eftir að fá móral ef hann einhvern tíma fréttir að hann var að káfa á rassinum á 46 ára gamalli kerlingu....
Meðalhraðinn var 27.96 (kmfjöldi / 60 * mínútufjöldi, held að ég sé með formúluna rétta). Það þyrfti að vera tímataka á svona langri leið. Til að maður geti borið sig saman við aðra, séð hvort maður sé að bæta sig (og miðað þar við aðra sem hafa verið nálægt manni í svipaðri keppni). Það hlýtur að vera bætt úr því fyrir næstu Tour De Hvols... Annars neyðist ég til að flytja mig yfir í 110 km... Hei, ég hjólaði nú 65 hvort eð er, 45 í viðbót, hva, minnsta málið.
Það voru ca 30 sem lögðu af stað frá Selfossi, nú veit ég ekki nákvæmlega hvar ég var í röðinni, en taldist til að ég væri fjórða, þar af önnur í kvennaflokki. Það var ekki tímataka á þessum legg, bara á þeim sem hjóluðu 110 km. Svo ég get bara montað mig af silfrinu sem ég fékk ekki hér.
Ég ákvað að troða mér framarlega til að geta draftað í stæðilegum karlmönnum, en slík iðja fer þannig fram að maður nýtir skjólið af þeim sem er á undan og erfiðar minna fyrir vikið. Maður heldur sig hlémegin og hefur framhjólið ca við afturnaf þess sem er fyrir framan. Ekki ósvipað og farfuglarnir sem maður sér í oddaflugi. Það fór raunar svo að ég hengdi mig í rauðhærða HFR skvísu og náði að drafta hjá henni í eina 15 kílómetra, aftan í mér hékk karlmaður og nýtti skjólið af mér. Þau stungu mig hins vegar af í langri aflíðandi brekku. Þó að hún hefði brotið vindinn fyrir mig allan tímann og ekki haft neitt skjól sjálf. Þar kemur þyngdin sér illa fyrir mig, ég er enn með 10 óþarfa kíló sem ég þyrfti að létta mig um til að ég þurfi ekki að setja í sleðagírinn í brekkunum.
Svo ég hjólaði ein restina í þó nokkrum mótvindi, og enginn tók fram úr mér úr Selfoss hópnum. Það gerðu hins vegar fremstu menn sem hjóluðu 110 km, mér fannst ég vera á hvílíkt góðri siglingu, ca 35 km hraða þegar einhver tók fram úr mér eins og elding og ég hugsaði "voðalega var þessi á hljóðlátu mótorhjóli". Það tók mig 2-3 sekúndur að fatta að þetta var Hafsteinn Ægir á reiðhjóli.
Tíminn hjá mér var 1:43 eða þar um bil, er ekki með skeiðklukku á hraðamælinum. Þá átti ég eftir að hjóla 15 km til baka að Hellu til að sækja bílinn. Og þá skildi ég af hverju við byrjuðum þetta snemma að hjóla. Umferðarþunginn jókst hvílíkt eftir hádegi og langar raðir í báðar áttir mynduðust. Þess fyrir utan var einhver útihátíð á Hellu og mikil mannmergð þar, ég var næstum búin að hjóla niður stúlku sem var augsýnilega með þynnku dauðans og ekkert að líta í kring um sig þó að hún væri að labba yfir þjóðveg 1.
Annað atvik átti sér stað í Tour De Hvolsvöllur. Ég varð fyrir kynferðislegri áreitni. Mér var klappað á rassinn. Af ungum pilti sem var í bíl að taka fram úr mér. Fullur bíll af strákum, mjög líklega 18-19 ára. Ég var þá á ca 30 km hraða sjálf og "áreksturinn" ansi óþægilegur. Fagnaðarlætin í bílnum voru hins vegar hvílík að ég gat ekki annað en flissað, en eftir á fattaði ég hvað svona lagað er hættulegur leikur. Ég hefði getað misst stjórn á hjólinu og rekist utan í bílinn eða hafnað utan vegar. Drengurinn hefði getað handleggsbrotnað, bíllinn var jú á töluverðri ferð, handleggurinn á honum kyrr og grjótharður hjóla-rassinn á mér eftir 65 km sprett góð fyrirstaða. Og það sem drengurinn á eftir að fá móral ef hann einhvern tíma fréttir að hann var að káfa á rassinum á 46 ára gamalli kerlingu....
Meðalhraðinn var 27.96 (kmfjöldi / 60 * mínútufjöldi, held að ég sé með formúluna rétta). Það þyrfti að vera tímataka á svona langri leið. Til að maður geti borið sig saman við aðra, séð hvort maður sé að bæta sig (og miðað þar við aðra sem hafa verið nálægt manni í svipaðri keppni). Það hlýtur að vera bætt úr því fyrir næstu Tour De Hvols... Annars neyðist ég til að flytja mig yfir í 110 km... Hei, ég hjólaði nú 65 hvort eð er, 45 í viðbót, hva, minnsta málið.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 117547
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég er að monta mig af því að hjóla ca. 8km í vinnuna .miðað við þennan hraða 27.96 km/klst ætti ég að vera 17 mínútur í vinnuna.Er heldur lengur en það.
Hörður Halldórsson, 9.7.2011 kl. 21:40
Iss hvað þessi hópur þinn var ófélagslyndur. Menn eiga að skiptast á að vera fremstir.
Ef M. hefði ekki þurft að pissa og smyrja sig í sólarvörn og fara í manicure hefðum við getað hjálpast að.
Árni Davíðsson, 10.7.2011 kl. 02:01
Hörður, það var sko ekki spretturinn á mér þegar ég byrjaði að hjóla í vinnuna fyrir 3ur árum, þá þurfti ég að teyma upp brekkuna á Miklubraut. Þetta kemur allt. Þú verður farinn að keppa áður en þú veist af.
Árni, ég hefði sko boðið hfr dömunni að drafta hjá mér, en ég mátti bara hafa mig alla við að hanga aftan í henni, og varð að gefast upp að lokum. Hún hefði getað tekið handsnyrtingu ef ég hefði farið fremst.
Hjóla-Hrönn, 10.7.2011 kl. 12:15
Þú fílaðir samt lúmskt að fá sláttinn ;)
Orri (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 23:30
Hver? Ég?
Hjóla-Hrönn, 15.7.2011 kl. 12:30
gaman að þessu.
örlygur Sig (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 12:05
Skemmtilegur penni að vanda Hrönn. Þú gætir örugglega átt metsölubók um jólin ef þú skráir allar þessar skemmtilegu uppákomur þínar
Atli (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.