5.2.2012 | 17:44
Samhjól
Ég fór á Samhjól í dag, einu sinni í mánuði halda hjólafélögin sameiginlega æfingu, harðjaxlarnir reyna að hemja sig og við hin að spýta í lófana, eða réttara sagt lappirnar og knýja reiðskjótana eins hratt og getan leyfir. Útkoman er gríðarlega vinsæl, sem sést best á því að það mættu ca 80 manns í morgun. Enda blíðskaparveður, logn og vægt frost.
Mér tókst að hanga í hópnum miðjum, en verð að viðurkenna að á meðan sumir spjölluðu í rólegheitum og púlsinn hjá þeim hefur varla haggast, þá hljóma ég á myndbandinu eins og ég sé að gefa upp öndina í brekkunum...
Það var hjólað upp Elliðaárdalinn, að Rauðavatni, þaðan niður í Grafarvog, áfram niður að Hlemmi og svo hjólað í fagurri fylkingu niður Laugaveginn, erlendum ferðamönum til ómældrar ánægju sem mynduðu okkur í gríð og erg.
Það voru Hjólamenn sem sáu um skipulag að þessu sinni, eftir túrinn hrúgaðist föngulegur hópur hjólagarpa inn í GÁP, og rúnnstykkjum, snúðum og öðru bakkelsi gerð góð skil. Góður dagur í skemmtilegum félagsskap.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.