Samhjól

Ég fór á Samhjól í dag, einu sinni í mánuði halda hjólafélögin sameiginlega æfingu, harðjaxlarnir reyna að hemja sig og við hin að spýta í lófana, eða réttara sagt lappirnar og knýja reiðskjótana eins hratt og getan leyfir. Útkoman er gríðarlega vinsæl, sem sést best á því að það mættu ca 80 manns í morgun.  Enda blíðskaparveður, logn og vægt frost.

Mér tókst að hanga í hópnum miðjum, en verð að viðurkenna að á meðan sumir spjölluðu í rólegheitum og púlsinn hjá þeim hefur varla haggast, þá hljóma ég á myndbandinu eins og ég sé að gefa upp öndina í brekkunum...

Það var hjólað upp Elliðaárdalinn, að Rauðavatni, þaðan niður í Grafarvog, áfram niður að Hlemmi og svo hjólað í fagurri fylkingu niður Laugaveginn, erlendum ferðamönum til ómældrar ánægju sem mynduðu okkur í gríð og erg.

Það voru Hjólamenn sem sáu um skipulag að þessu sinni, eftir túrinn hrúgaðist föngulegur hópur hjólagarpa inn í GÁP, og rúnnstykkjum, snúðum og öðru bakkelsi gerð góð skil.  Góður dagur í skemmtilegum félagsskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband