1.5.2012 | 01:16
Teikn að ofan
Ég átti erindi út í Hafnarfjörð með póst, ruglaðist á heimilisföngum og fattaði þegar ég kom að húsinu að þetta væri nunnuklaustur Karmel systra. Hér er greinilega verið að vekja mig til umhugsunar um eitthvað. Kannski þyrftu skrif mín og myndbirtingar hér að vera á ögn kristilegri nótum...
Á planinu voru nokkrir ungir menn að vinna við sorphirðu og glottu þeir út í annað þegar mig bar að garði. Ekki veit ég hvort þeir könnuðust við mig, ég geng ýmist undir nafninu Hjóla-Hrönn eða Dóna-Hrönn þessa dagana. Nú eða þeir héldu kannski að ég byggi þarna, en ég er ekki beint nunnuleg til fara í spandex klæðnaði, þó ég sé með nokkuð kristilegan höfuðbúnað undir hjálminum.
En eftir að ég fann rétta húsið, þá lét ég tilviljun ráða hvert ég hjólaði, og kom skyndilega að þessum líka bröttu tröppum sem ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hjóla niður. Býst þó alveg við að einhverjir gaurar hefðu ekki staðist freistinguna og látið sig gossa niður. N.b. ég var hálfnuð niður þegar mér datt í hug að taka myndina.
Ég hef átt DBS reiðhjól. 3ja gíra kvenhjól. Fjallahjól, byggingavöruverslunarhjól, hybrid og nú síðast racer. Þetta var þó aldrei teikn um að ég þyrfti að bæta bmx í safnið og próa Downhill? Það ku vera skrambi skemmtilegt...
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 117730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.