5.4.2013 | 14:00
Aprílgabb
Ég hefði náttúrulega átt að skrifa færslu 1 apríl og tilkynna hátíðlega að ég væri hætt að blogga. En hei, ég hef eiginlega ekkert bloggað síðan í ja, úff, seint á síðasta ári, svo það væri allt of satt, eiginlega, ekki satt? Ég hef áður skrifað 1 apríl færslu. Sagðist vera hætt að hjóla sökum heilsubrests (enda er ég miðaldra, gigtveik kona) og auglýsti reiðhjól og hjólaföt til sölu. Færslan fékk þó nokkur viðbrögð, bæði samúðar og batakveðjur og nokkrir forvitnuðust um reiðhjólin. Meira að segja fékk ég póst frá einum sem spurði hvort ég ætti ekki einhverjar myndir af mér í téðum spandexfatnaði... Þó að þar hafi hugsanlega verið um aprílgabb á móti að ræða, þá kitlaði það óneitanlega kvendýrið í mér...warrr
Þetta var fyrir 2-3 árum, og fram eftir öllu sumri fékk ég endalausa pósta hvort hjólin væru enn til sölu, má ég koma að skoða o.s.frv... Þó að ég hafi uppfært færsluna með klausu um að færslan væri 1 apríl gabb og ég væri enn að hjóla og ekkert til sölu, þá las fólk bara fyrirsögnina "Hjól til sölu á 5000 kall" og sendi póst hið snarasta til að missa ekki af þessu kostaboði. Svo grínið snerist í höndunum á mér, ómældur tími fór í að svara fólki öðru hvoru allt sumarið og langt fram á haust. Að lokum varð ég að fjarlægja færsluna, sá fram á að fólk myndi senda mér póst fram í rauðan dauðann. Enda hjólin mín eigulegir gripir sem sérhver maður(kona) vill eignast...
Þetta árið lofaði ég á Fésbókinni að hjóla nakin niður Laugarveginn ef stöðufærslan fengi 10 "like" og bjóst við að ekki nokkur sála myndi líka við svoleiðis vitleysugang á gabbdaginn sjálfan, en ríflega 30 manns vildu gjarnan sjá mig hossast berrassaða með keppi og krumpur niður Laugarveginn. Einhverjir ýjuðu að því í kommentum að ég væri að gabba, svo ég ákvað að snúa vörn í sókn og standa undir viðurnefninu Dóna-Hrönn. Eða var það Hjóla-Hrönn... Kannski bara bæði... Nema ég get verið agalega villugjörn, fann ekki Hlemm og vona að enginn hafi kvefast við að bíða eftir mér þar, en íbúum Norðlingaholts var skemmt í staðinn.
Ég er að bera út póst til félagsmanna Fjallahjólaklúbbsins þessa dagana. Á reiðhjóli. Ég er iðulega vopnuð myndavél, oft með teppi með mér og nesti. Ég stoppa nú stutt við fábýlishús, en hef stundum nýtt skjól og sólríkar tröppur fjölbýlishúsa til að fá mér að borða eða hvíla mig eða skoða kort og ákveða hvert næst skuli hjóla. Stunum horfir fólk einkennilega á mig. Sérstaklega ef ég er að fíflast með myndavélina. Eftir að hafa tekið myndina þar sem ég er að ná hrollinum úr skrokknum eftir nektar-reiðina, tók ég eftir fólki í kyrrstæðum bíl á næsta plani sem störðu á mig. Þau voru væntanlega að íhuga hvort þau ættu að hringja og athuga hvort einhver hafi sloppið út af kleppi...
Hvað er þetta, er maður orðinn eitthvað klikkaður ef maður stoppar í vegarkantinum og fær sér kakósopa?
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.