30.7.2015 | 14:04
Eltihrellir? Hver? Ég?
Ég fór út að hjóla í dag. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, suma daga gerist ekki neitt, svo næsta dag er eins og maður sé staddur í stuttmynd eftir Fellini. Ég stormaði inn í bakgarð. Þar gekk ég fram á þjóðþekkta konu við iðju sem ég myndi aldrei láta nappa mig í. Hún sat í kjallaratröppum og var að reykja. Ég reykti þó í ein 10 ár, til 26 ára aldurs. Þá hafði ég ekki heilsu til að reykja lengur.
Þegar ég er að sniglast í kring um hús fólks er ég iðulega með Fréttabréf Fjallahjólaklúbbsins í hendinni ásamt skírteinum sem ég er að bera út. Sem betur fer var ég með skírteini fyrir aðila sem bjó þar líka, auðvitað get ég haldið á einhverju og þóst vera að leita að einhverjum. Ég fór að öðru húsi hálftíma síðar og veit að í götunni býr annar þjóðþekktur einstaklingur. Eg hef krassað heilu grillveislurnar, barnaafmæli, labbað inn í garð í flasið á hálfnöktu og alsnöktu fólki. Þetta er ekki leiðinlegt. Ég fær hreyfingu, ferskt loft, fæ smá mannlíf í æð, bros frá fólki. Sérstaklega ef ég er með hundinn minn með mér.
Það búa ábyggilega einhverjir þekktir einstaklingar á Hverfisgötu. Á hjólabrautinni fyrir framan mig var rauðum bíl lagt þversum á hjólabrautina. Það er svo sem ekki i frásögur færandi, daglegt brauð skilst mér. Nema ég í kvikyndisskap mínum vitandi að ég væri með góðar bremsur hjólaði á fullri ferð í áttina að bílnum og þóttist ekki ætla að stoppa. Snarhemlaði svo og sveigði út á götu. Stoppaði og beygði mig niður og rýndi inn í bílinn inn um opna rúðu, grafalvarleg á svip. Það kona í farþegasætinu og karlmaður undir stýri. Hann leit á mig grafalvarlegur á móti. "Þetta er lögreglan". Ég hef húmor og gat ekki annað en flissað. "Já, er það?" En auðvitað gæti þetta hafa verið lögreglan, under cover, man ekki íslenska orðið í augnablikinu.
Ég hjólaði áfram sem leið lá í Vesturbæinn að hrella mann og annan. Og tókst það svo sannarlega. Við Geirsgötu tróð ég mér meðfram bílaröðinni, upp á gangstétt og um leið og græna ljósið kom tók ég af stað beint áfram, en sendibíllinn sem var fremstur ætaði að beygja til hægri. Munaði bara örfáum millimetrum að ég klessti nýja fína hjólið mitt. Nei, þið fáið ekki mynd, ég er enn að bródera skósíða blúndunáttkjólinn minn. Öðru vísi verð ég ekki mynduð í návist reiðhjóla hér eftir.
Það má þakka snörum viðbrögðum bílstjórans að ég sit hér heil á húfi og pikkka þessar línur. Ég setti aðra hönd á hjarta og laut höfði, það er mitt tákn til bílstjóra ef ég geri einhver heimskupör. Hann hefur ábyggilega þusað um helvítis hjólakellingar sem troða sér alls staðar og þykjast mega vera hvar sem er. Ég var(er) jú með brjóst og var í hlébarðamynstruðu pilsi. Svo menn ættu að sjá að þar fer kona. Okkur ber að sjálfsögðu að fara eftir umferðarlögum, eins og öllum öðrum.
Áfram lá mín leið vestur í bæ, og þar framdi ég morð. Á saklausri hunangsflugu. Ég hjólaði á hana og það heyrðist klask þegar hún krassaði á handleggnum á mér. Mér þykir þetta ákaflega leiðinlegt en svona er þetta, maður brýtur stundum óvart á saklausum.
Það gerðist nú ekkert fleira markvert, ég hjólaði eins og druslan dreif (ég, hjólið kemst mikið hraðar) og rúllaði inn í bakgarðinn heima, sem oh, þarf að slá, ég hef bara engan tíma í það, maður þarf jú að hanga á netinu og svona. Hekluskottið stóð í sólstofunni og horfði ásakandi á mig. "Fórstu út að hjóla? Án mín? Erum við ekki vinkonur?"
Það verður nú að njóta bliðviðris líka, stunum þarf að gera hlé á því sem maður er að fást við, setjast út með svaladrykk og hugsa málið. Öll kurl koma til grafar að lokum.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.