26.10.2017 | 10:57
Ein ég sit við sauma
Ég lærði að sauma 5 ára gömul, bjó til ballkjól á Barbí úr vasaklút pabba. Hvort hann var hrifinn af uppátækinu veit ég ekki, en Barbí var svo sannarlega glæsileg í múnderingunni. Á því miður ekki mynd, í þá daga var ekki bruðlað með filmur á svo hversdagslegt efni.
Ég saumaði þetta korselett upp úr venjulegu öryggisvesti. Svona flíkur er ekki hægt að fjöldaframleiða, það þarf að máta það á röngunni og nota ógrynni af títuprjónum til að fá flíkina til að passa. Og ókosturinn er að það má hvorki þyngjast né léttast, þá passar það ekki lengur. Frétti að vændiskonur á Spáni voru neyddar til að ganga í öryggisvestum ef þær ætluðu að selja blíðu sína í vegarkantinum, eins gott að vera ekki í þessu vesti þar í hjólaferð, það gæti valdið misskilningi.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 117599
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var virkilega leiðinlegt að heyra að helvítis slitgigtin skuli hafa farið svona illa með þig. Vonandi jafnar þú þig vel af þessu í vetur, annars er ég með þennan fjanda og hefur reynst mér ágætlega að taka "sæbjúgnahylki" og núna síðustu tvo mánuði hef ég líka tekið selaolíu sem er bara á góðri Íslensku selalýsi. Ég hef ekki ennþá fundið fyrir mun á gigtinni en húðin hefur skánað mikið (ég var með þurra og frekar leiðinlega húð og bara vegna þess ætla ég að halda áfram að taka þetta).
Jóhann Elíasson, 26.10.2017 kl. 15:34
Flott korsilett. Þú ættir að fá einkaleyfi á þessu..:)
Gangi þér vel og náðu góðum bata.
Sigurður Kristján Hjaltested, 27.10.2017 kl. 00:08
Ég er með ónýt hné, það vinstra komið bein í bein og við myndatöku vegna umferðarslyss sagði læknirinn að ég þyrfti ekki annað en að lyfta símtóli til þess að fá settan hnjálið í vinstra megin.
En fyrir hreina tilviljun var ég svo heppinn fyrir rúmum tveimur árum að áskotnast rafreiðhjól sem er getur bæði verið með rafknúnu hjálparátaki en einnig með handgjöf.
Hnén skánuðu eftir eð ég gat valið um það hve mikið ég reyndi á þau á þessu frábæra hjóli.
Ómar Ragnarsson, 27.10.2017 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.