7.5.2008 | 10:47
Ein ég sit við sauma
Svona flík þarf að sérsníða handa hverjum og einum. Annars gægist millifótakonfektið niður undan kiltinu. Þetta er upplagt að nota á sólríkum dögum og getur hæglega leyst af hefðbundnar hjólabuxur. Alls velsæmis gætt. Bæði að framan og aftan. Hann Jón Þór, ferðafélagi minn var svo elskulegur að sitja fyrir í múnderingunni og fékk kiltið að launum. Kvartaði raunar yfir því að það væri of lítið, ég er enga stund að redda því, get tekið niður faldinn og sett blúndu neðst eða skeytt inn efnisbút.
Eins og glöggir menn hafa áttað sig á þá er þessi færsla ekki ný af nálinni. Samt ekki eins gömul og hún virðist vera.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hjóla Hrönn.
Gott framtak hjá þér.
Veistu, ég fór að hjóla fyrir alvöru eftir að ég flutti til Reykjavíkur.
Bílaumferðin hér er bara martröð. Kemst ekki spönn frá rassi. Bílastæðaleit er alveg sérkapítuli. Reyndu bílastæðahúsin, þau gefast best.
Það má ýmislegt gera fyrir 5 þúsund á mánuði í bílastæðagjald frá atvinnurekenda. Út að borða með makanum, án víns. Ég mæli með veitingastaðnum Madonnu á Rauðarárstíg, sjúklega góðar pizzurnar þar. Stór vel útilátinn góð pizza með 2 x kók er kannski 4. þúsund kall.
Alltaf gott að gefa sér einhvern hvata, eitthvað sem hvetur mann áfram að hjóla. Getur líka keypt fínan vindheldan jakka og þægilegar hjólabuxur, grifflur, eyrnaskjól á hjálminn o. fl. fyrir bílastæðapeningana.
40 aukakíló er nú ekki neitt, þú er bara vel vaxin dama. Ætli ég myndi ekki bara elta þig, ef ég sæi þig á hjólinu... perrinn sem ég er. Er svolítið veikur fyrir vel vöxnum dömum. Þú tekur eftir því ef rúmlega fertugur karlmaður á reiðhjóli er OF móður og másandi á eftir þér um stund.
Leyfi mér að vitna í hjólreiðasíðu sem ég rakst á: " Orka líkamsfitu er stórlega vanmetin."
( http://www.voffi.org/ )
Eða eitthvað í þá áttina. Þú þarft þá ekki að hjóla um með próteinstykki, banana og orkudrykki, ert bara með þetta innbyrðis. Ég þarf alltaf að hafa með mér nesti á hjólinu.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:00
Takk fyrir innlitið Heimir
Það var nefninlega svolítið merkilegt. Við fáum bara afhent bílastæðakort. Við getum ekki valið um strætókort eða peninginn í vasann. Annars hefði verið svo upplagt að verðlauna sig með einhverju nýju hjóladóti. Eða út að borða.
Ég verð nú bara upp með mér ef einhver fer að mása fyrir aftan mig
Kv. Hrönn
Hjóla-Hrönn, 16.5.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.