5.11.2008 | 17:28
Sópa Sæbrautina takk
Ég man ekki betur en á hjóladeginum í vor hafi menn malað mikið, hjálmum prýddir og lofað að stígunum yrði haldið opnum og þeir sópaðir og mokaðir og haldið opnum allan ársins hring. Ja, hér hefur ekki verið sópað lengi. Ég er með lítinn sóp með mér þegar ég er að hjóla, sópa burt glerbrotum og öðru smálegu sem getur reynst vegfarendum hættulegt. En mér féllust hendur þegar ég kom niður á Sæbrautina til móts við höfuðstöðvar Glitnis. Stígurinn er stórhættulegur, ef það myndi snjóa, þá er ekki víst að fólk sjái hnullungana og hjóli inn í steinahrúguna. Það er alveg öruggt að ef einhver hjólar inn í svona hrúgu, þá dettur hann. og ef einhver dettur á svona hnullunga, þá brotnar hann. Ég ætla að tilkynna þetta akút þar til gerðum aðilum. Eða kannski bara senda myndina til einhvers fjölmiðils. Þá verður búið að sópa áður en ég fer til vinnu í fyrramálið.
Og úr því ég er að gagnrýna sæbrautina hérna, þá er annar hættulegur kafli, þar sem trérampi hefur verið komið fyrir, þar eð stígurinn er ófær vegna byggingaframkvæmda. Rampurinn er bara aðeins of stuttur, þegar maður kemur af malbikinu í rigningu, þá lendir maður ofan í moldarflagi og ég hef stundum nánast misst stjórn á hjólinu. Hættan á að sporðreisast yfir grindverkið er mikil og þarna eru margir flutningabílar á ferð. Það þarf ekki að gera mikið til að lagfæra Sæbrautina, nokkrar spýtur til að framlengja rampinn fram á malbik og svo litla vinnuvél til að moka grjótinu út af stígnum.
Og svo langar mig að nöldra enn frekar, en nokkrir bílstjórar eru búnir að uppgötva frítt bílastæði rétt við Kolaportið. Gallinn er að þeir taka hálfa gangstéttina, og ekki var hún breið fyrir. Gangstétt og sér hjólabraut hér, takk fyrir.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að hjóla þarna fyrir ca mánuði og var einmitt að furða mig á öllu þessu grjóti á stígnum, sendu endilega myndina í blöðin, það ætti að virka.
Þessi rampur með sæbrautinni er líka fáránlegur, það virðist bara vera þannig að þeir sem smíða eða leggja svona rampa og allskonar hjáleiðir nota þá þær ekki, það væri vandað betur til verka ef svo væri.
steinimagg, 5.11.2008 kl. 22:23
Sammála ég hætti að hjóla Sæbrautina og fann mér aðra leið eftir að hafa hjólað á grjótið í myrkri einn morguninn. Ljósið á hjólinu mínu nær ekki svo langt framfyrir mig að það gefi mikinn tíma til viðbragða. Sem betur fer lenti ég á litum steinum og varð ekki meint af.
Og með rampinn þá væri ráð að færa girðinguna örlítið innar á stíginn svo hægt sé að komast beint inn á hann eins og er á hinum endanum því þetta er ekki gott svona eins og það er.
Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 07:24
Gangi ykkur vel hjólagarparnir ykkar tarna á íslandinu...Bara senda tetta í blödin eins og Hallsteinn segir.
Kvedja frá mér.
Gudrún Hauksdótttir, 6.11.2008 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.