Þriðjudagshjólatúr - Gvenndarbrunnar

Þetta er ég kl 18:45.  Þá vissi ég að ég ættti að vera fararstjórinn í ferð hjá Fjallahjólaklúbbnum.

The new gaid

Bjarni hringdi og sagðist ekki komast og ekki finna neinn til að leiða ferðina.  Ég benti honum á að ég væri annáluð fyrir að villast hægri vinstri og vita ekki hvað væri suður og hvað norður.  Það er ekki langt síðan ég villtist á leiðinni heim frá Kópavogi, að vísu að næturlagi í niðamyrkri, en þetta er ívið lengri leið og ég veit ekkert hvar þessir Gvendarbrunnar eru. 

Bjarni ætli skilið að fá Fálkaorðuna fyrir einstakt rólyndi, þuldi bara upp leiðarlýsinguna í símann, "þú getur þetta" og ég fann meira að segja "klapp á bakið" í gegn um símann.

Svo ég setti upp plan.  Ef það kemur bara einn, þá hjóla ég með hann niður á Amokka kaffihús, þar sem við hefðum svindlað hægri, vinstri á þriðjudagshjólatúrnum, gúffað í okkur köku og drukkið dásamlega syndsamlegt kakó með.  Ef það koma tveir, þá getum við alltaf farið á Ölver í karaóki...

En við vorum 5 sem mættum, og þá er hjólafært!  Og þó við værum fámenn, þá var sko góðmennt í hópnum, hver kunni skil á ákveðnu hverfi og enginn að æsa sig þó að "Fararstjórinn" tæki vitlausa beygju hér og þar.  Pissst - ætli það sé ekki styttra að taka þennan stíg, annars endum við uppi á Hafravatni.  Við komumst upp í Heiðmörk og aftur til baka án þess að týna neinum úr hópnum.  Nema einum, og það var nú bara af því hann átti heima í Árbæ og varð eftir þar.

Slektið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hjólína

Ég lagði ekki í að mæta því ég vissi ekki hvar þessir Gvendarbrunnar eru! Þetta yrði örugglega hræææææðilega löng ferð. Því fórum við hjónin að hjóla Kópavogshring, ég með mínar fínu lökkuðu tær .

Sigga Hjólína, 24.6.2009 kl. 11:40

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Uss Sigga, ég er viss um að þið hjóluðuð lengri leið en við, þetta voru rétt um tveir tímar hjá okkur á rólegu stími.  Samt skrítið hvað það mæta fáir í þriðjudagsferðirnar, þetta er nefnilega góð leið til að kynnast nýjum leiðum og bara rífa sig upp úr sófanum og fara út að hreyfa sig.  Ég er nú samt nokkuð viss um að það hefði orðið metþátttaka ef það hefði verið auglýst að ég myndi leiða hópinn og láta fylgja með einhverja hrakfallasögu úr blogginu.  Svona svipað og þegar fjölmiðlar gáfu út viðvörun fyrir nokkrum árum, um að það væru hræringar í Heklu og fólk skyldi hafa varann á sér.  Næsta dag var gönguferð á Heklu á vegum Ferðafélagsins og það þurfti að panta aukarútu, það var svo mikil aðsókn.  Allir að bíða eftir gosi með öndina í hálsinum.  Það hefði verið gaman að sjá spretthlaupið hjá liðinu ef skvísan hefði svo byrjað að gjósa...

Hjóla-Hrönn, 24.6.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband