3.8.2009 | 11:58
Leitin að Ásláki
Í gær fór ég í hjólatúr sem var skipulagður fyrir ca 12 árum síðan. Þó að ég sé svolítill "lonly ranger" hef ég líka gaman af félagsskap skemmtilegs fólks. Það myndast ákveðin orka í göngu og hjólaferðum og þegar ég var nýskriðin upp úr langvinnum veikindum árið 92 drógu systurnar Bryndís og Sara mig með sér í ferð með Útivist upp á Snæfellsjökul. Þar kynntumst við Garðari, sem seinna varð eiginmaður og barnsfaðir Bryndísar. Þessa mynd tók ívar, ljósmyndari sem var í ferðinni.
Við fórum saman í nokkrar gönguferðir í nágrenni Reykjavíkur, Esjan, Fimmvörðuhálsinn og seint gleymist ferðin á Keili, en þar klikkuðum við Garðar bæði á óbyggðafræðunum, hann leit á veðurspána í vikugömlu Morgunblaði, en ég gleymdi að það væri vetur og ekki fært á bíl að Hörðuvöllum. Þá ákváðum við að labba að Keili frá Keflavíkurveginum, Keilir virtist vera rétt hjá, en gangan að honum tók eina 3 tíma. Keilir er auðklifinn, en þegar við stóðum á toppnum sáum við óveðursskýin hrannast upp úti við sjóndeildarhring, og svo brast á þessi líka þreifandi blindbylur. Svo það sem átti að vera 2 tíma rólegheita göngutúr breyttist í ja, kannski ekki baráttu upp á líf og dauða, en eins gott að Garðar var með áttavita meðferðis og gat lóðsað okkur aftur að Keflavíkurveginum þar sem við fengum far að bílnum, annars værum við enn að ráfa um hraunið, kannski í annarri vídd.
Við fórum líka í hjólatúra, en bara styttri túra, sá lengsti sem við fórum á þessum árum var frá Vesturbæ út á Álftanes. Einn daginn kom upp sú hugmynd að við myndum hjóla upp í Mosfellsbæ og fá okkur bjór á sveitakránni Ásláki. Ekkert varð úr þeim hjólatúr, þar eð við Bryndís urðum báðar barnshafandi. Í gegn um tíðina höfum við iðulega rifjað upp þessa áætlun þegar við höfum hist. "Hvenær ætlum við á Áslák?" Og svo breyttist grínið í "Ætluðum við ekki á Áslák, eða var það Þorlák?" þegar Áslákur virtist vera hættur starfsemi.
En í gær ákváðum við að fara þessa ferð sem við skipulögðum fyrir 12 árum, athuga hvort við fyndum ekki Áslák eða aðra krá í Mosfellsbænum. Og viti menn, þó að Áslákur væri í hálfgerðum felum, umkringdur hótel Laxnes fundum við pleisið. Mikið hrikalega var bjórinn góður.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 117730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.