8.8.2009 | 15:33
Reykjanes á Vestfjörðum
Ég ákvað að hjóla í kring um Reykjanesið á Vestfjörðunum á leið minni frá Ísafirði til Reykjavíkur. Til að komast hring varð ég að taka Eyrarfjallið með inn í myndina, en það er hækkun upp á ríflega 300 metra. Ég spáði og spekúleraði hvernig væri best að gera þetta og ákvað að keyra upp á mitt Eyrarfjall, skilja bílinn eftir þar, hjóla niður af fjallinu norðan megin, taka malarveginn fyrst. Hjóla svo malbikið sunnan megin að veginum upp á Eyrarfjall, skilja hjólið eftir þar og labba upp að bílnum. Sækja svo hjólið á bílnum. Þetta ferðalag er nokkurs konar tvíþraut, 55 km hjólreiðar og 5 km fjallganga.
Ég var á hjóli sem ég var óvön, það er framtíðarhjól eldri sonarins og hefur verið notað sem tengihjól fyrir yngri pjakkinn í sumar. Það er ekki bögglaberi á því og því þurfti ég að hafa allan farangur á bakinu. Það spáði rigningu, svo ég var með regnstakk, auka flíspeysu og buxur í bakpokanum. Ætlaði sko ekki að lenda í því að hjóla Reykjanes Vestfjarðanna á brjóstahaldaranum eins og þegar ég hjólaði Reykjanesið á suðvestur horninu, þá var veðrið í upphafi ferðar sól, 22 stiga hiti og logn, en þegar ég var rétt hálfnuð dró ský fyrir sólu, lognið breyttist í rok á móti og hitinn lækkaði niður í ca 7-8 stig. Ég var svo stíf af kulda að ég gat varla hjólað, en aukafötin gleymdust í bílnum.
Sitthvað fleira var í bakpokanum, brúsi með heitu vatni og 1 lítri af köldu vatni, fátt finnst mér verra en verða vatnslaus á ferðalagi, og þegar ég var hálfnuð niður af fjallinu fattaði ég að ég var með stóru vidocameruna í stað litlu myndavélarinnar. Vélin vegur 1.5 kíló og þó að það sé nú ekki mikið, þá munar ótrúlega miklu um það þegar maður ber það á bakinu í nokkra klukkutíma. Enda var ég ekki búin að hjóla lengi þegar ég fór að dofna í öxlinni og öðrum handleggnum, það tóku sig upp gömul meiðsli, en annar handleggurinn lamaðist þegar ég fékk hálshnykk í bílslysi árið 1991. Doðinn jókst og þegar fingurnir hættu að láta að stjórn og ég gat ekki skipt um gír varð ég að stoppa og endurmeta stöðuna. Byrjaði á að fá mér kaffi úr heita brúsanum og hella niður kalda vatninu sem ég gat ekki drukkið á staðnum. Það vantaði brjóstól á bakpokann sem hefði breytt miklu. Pokinn var töluvert léttari, en ég var samt ennþá ansi kvalin og dofin. Svo ég neyddist til að stoppa aftur og létta bakpokann enn frekar, kom videovélinni ásamt öllu sem ég gat verið án í plastpoka og kom honum fyrir á vísum stað sem ég myndi þekkja aftur þegar ég kæmi á bílnum einhverjum klukkutímum seinna að sækja hann. Eftir í bakpokanum var regnstakkurinn, þunn flíspeysa og buxur, nesti (næringarduft og kex), sjúkrakassi, viðgerðasett sem fylgdi með hjólinu, pumpa og bætur. Maður kemst í nægt vatn á leiðinni, mikið af fallegum fjallalækjum allan hringinn. Og ég komst að því að ég var með litlu myndavélina með mér, hún var á botninum á bakpokanum.
Eftir á hefði mér fundist skynsamlegra að skilja hjólið og bakpokann eftir uppi á Eyrarfjalli, keyra niður sunnan megin og byrja hringinn á að labba upp á fjall. Það er svolítið skrítið að fara í fjallgöngu þegar maður er búinn að hjóla í nokkra klukkutíma. Ég var smá tíma að finna góðan göngutakt, lappirnar voru ennþá í hjóla-tempói.
Ef fólki finnst skrítið að sjá fólk á hjóli fjarri byggð, þá finnst fólki ennþá skrítnara að sjá fólk gangandi eitt síns liðs. Það var alla vega töluvert stoppað og spurt hvort ég þarfnaðist aðstoðar á meðan ég gekk upp á Eyrarfjall. Bæði Íslendingar og útlendingar.
Þegar ég var búin að þramma upp í mót í klukkutíma fannst mér eins og einhver kallaði á mig frá mosavöxnum klettavegg rétt utan við veginn. Ég ákvað að hlýða kallinu og labbaði smá spotta frá veginum. Þá opnaðist þetta líka fallega útsýni fyrir kvöldsnarlið. Þarna áði ég lengi, þakklát álfunum og tröllunum sem bjuggu þarna sem kölluðu á mig, svo ég myndi ekki missa af þessum fallega áningastað. Stóðst freistinguna að klifra niður gilið og blanda mér í Álfagleðina, en myndin sýnir ekki vel hlutföllin, það voru nokkrir tugir metrar niður á botn.
Og hvað það var dásamlegt að líða ofan í heita sundlaugina í Reykjanesi og láta þreytuna líða úr sér. Svo tróð ég mér inn á ættarmót á tjaldstæðinu, ekki veit ég hvaða ætt þetta var, en fólkið var ættað frá Vestfjörðunum og ég ábyggilega skyld þeim að einhverju leiti, fædd og uppalin á Ísafirði. Svo við sátum, drukkum bjór, spjölluðum og sungum fram á rauða nótt.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 117547
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Thu ert bara frabaer.
Kv fra Spani HM
steinimagg, 10.8.2009 kl. 21:10
Takk fyrir það, Steini. Farðu varlega í bjórnum. Skilaðu kveðju til Siggu. Gefið að hún hafi fengið að fara með
Hjóla-Hrönn, 13.8.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.