15.8.2009 | 00:15
Þær eru góðar pizzurnar á Hamraborg
Merkilegt nokk, þá sat ég fyrir innan þennan glugga í síðasta mánuði. Ásamt strákunum mínum. Að borða alveg ljómandi góða pizzu. Þegar ég las fréttina var ég raunar steinhissa að þetta hefði ekki gerst á meðan ég sat þarna. Ég hef lent í umferðaróhappi á 7 ára fresti allt mitt líf og finnst einkennilegt hvað ég lendi oft í bílslysum miðað við aðra. Eins og ég sé með eitthvað skrítið bílslysakarma. Og líka skrítið að það séu alltaf ca 7 ár á milli slysa.
7 ára tók Lilla frænka fram úr trukk sem tók vinstri beygju í veg fyrir hana. Ég slasaðist aðeins á fæti, en bíllinn hennar Lillu endaði í brotajárni.
15 ára var ég komin á skellinöðru, lenti í tveimur óhöppum á henni, þurfti að nauðhemla þegar vörubíll ók í veg fyrir mig, féll í götuna og rann undir bílinn. Slasaðist ekki við þetta, rispaði bara leðurgallann. Í hitt skiptið tók maður U beygju í veg fyrir mig og ég kastaðist yfir bílinn og lenti í götunni. Rotaðist smá stund og klemmdist illa á fæti, púströrið á skellinöðrunni beyglaðist eftir löppina á mér.
21 árs lendi ég í versta slysinu. Þá missti ég af strætó í Hafnarfirði og húkkaði far til að komast sem fyrst á djammið. Ungur maður stoppaði og bauð mér far, en missti stjórn á bílnum og keyrði á ljósastaur í Kópavogi. Bíllinn fór margar veltur og ég kastaðist út úr honum. Hrygg og mjaðmagrindarbrotnaði og skarst eitthvað, var rúmliggjandi í eina 6 mánuði. Ungi maðurinn slasaðist mikið, fékk áverka á heila og er öryrki í dag.
27 ára var ég stopp á rauðu ljósi á Hringbrautinni við Njarðargötu. Bílstjórinn fyrir aftan mig var að horfa út á flugbraut, ég horfði í baksýnisspegilinn og vissi að ég myndi fá hann aftan á mig. Það voru engin hemlunarför hjá honum. Það var rúta fyrir framan mig og bílinn skrúfaðist undir hana og breyttist í torkennilega járnahrúgu. Ég fékk hálshnykk, taugaskaða og annar handleggurinn lamaðist.
34 ára var með með son minn á leið til dagmömmu, beið á Bústaðavegi eftir að geta tekið vinstri beygju. Ungur maður áttaði sig ekki á því að ég væri stopp og keyrði aftan á mig. Ég fékk aftur hálshnykk, en sem betur fer ekki eins alvarlegan og þegar ég var 27 ára. Strákurinn minn var í bakvísandi stól, svo hann slapp við meiðsli.
Ja, ég var að fatta að það eru liðin 11 ár frá síðasta slysi. Ætli ég sé sloppin? Eða lenti ég í einhverju óhappi 41 árs sem ég man ekki eftir?
Annars tókst mér að afstýra svipuðu óhappi á meðan ég var á Ísafirði í síðasta mánuði. Móðir mín var að fara að bakka út úr stæði, en í staðinn fyrir að setja í Reverse, setti hún í Drive. En áður en hún steig á bensínið og mölvaði rúðuna á Hafnarbúðinni, tókst mér að stoppa hana af.
Ók á verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.