Berbakt um bæinn

Þar eð ég er með ímyndunar-svínaflensu dauðans (hausverk, beinverki, svima, ljósfælni en engan hita), þá kunni ég ekki við að láta sjá mig á geirvörtunum í bænum.  Og vildi ómögulega næla mér í lungnabólgu.  En vildi samt sýna lit og smá hold.  Svona í tilefni dagsins.  Menningarnótt og fyrsti Berbakt-um-bæinn hjóla-atburður held ég nokkurn tíma hérlendis.

Fyrst var ég að spá í slagorðið "Mér finnst rigningin góð" en þegar það leit ekki út fyrir rigningu, þá ákvað ég annað slagorð.  Til heiðurs túristunum sem ég hef hjólað fram hjá undanfarnar vikur.

08 22 020

Ég hef hjólað til vinnu léttklædd í sumar, þess vegna oft á hlýrabol og stuttbuxum.  Finnst rosalega notalegt að hjóla til vinnu í 10 stiga hita og sól.  Jei, gleði, gaman, Íslenskt sumar.  En svo hjóla ég fram hjá túristunum hjá Sólfarinu, króknandi úr kulda í sama veðri, í ullarpeysum, úlpum þar utan yfir, húfum á hausnum og með skelfinarsvip á andlitinu.  Þegar ég þeysi léttklædd framhjá.

Það má vera að það birtist myndir af bakinu á mér einhvers staðar annars staðar á netinu, og þá með meinlegri stafsetningarvillu, Naked bik ride, það er kallinum að kenna, hann fékk það hlutverk að skrifa slagorðið á skrokkinn á frúnni!

Myndbanið er komið á youtube, er á barnum hér til vinstri og líka hér:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Gaman að sjá vídeóið og myndina. Ég tók nú ekkert eftir þessari ritvillu á bakinu á þér, varstu búin að laga þetta þegar við hjóluðum? 

þetta var annars mjög gaman...og Takk fyrir síðast.

bestu kveðjur

Anna - hjólum til heilla!

Anna Karlsdóttir, 24.8.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Takk sömuleiðis Anna   Nei, hún var ekki löguð fyrr en ég kom heim, þá lét ég bóndann laga og filma bakið aftur.

Hjóla-Hrönn, 25.8.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband