Sástu reiðhjól - líttu aftur

Þetta slagorð hefur iðulega verið notað um mótorhjól, ökumenn vanmeta fjarlægðina sem mótorhjólið er í, af því það er mun minna en bíll.  Nákvæmlega sama gildir um reiðhjól.

 Þar sem ég var á harðaspani í Borgartúninu, í 3.7 gír, eins hratt og druslan dreif (ég er að tala um hjólið, ekki mig) þá sá ég ökumann stæðilegs jeppa líta á mig, líta í hina áttina og svo út á götu beint í veg fyrir mig.  Hann náði að klossbremsa í tíma, annars hefði ég smurt mér yfir stuðarann hans og endað sem miður geðslegt húdd-skraut. 

Ekki var ég illa eða lítt sýnileg, ég er komin í vetrarbúning, eiturgult vesti með endurskinsborðum.  Hann hefur bara vanmetið hraðann sem ég var á.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: steinimagg

Já ég hef mjög oft lent í svona, stundum heldur maður að það sé verið að stoppa fyrir manni en svo er bara allt í einu brunað í veg fyrir mann, óþolandi.

steinimagg, 28.8.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Jens Guð

  Íslendingar á bíl eru meðal verstu ökumanna heims.

Jens Guð, 28.8.2009 kl. 22:56

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Hef lent í þessu líka. Mér finnst það samt gerast síður ef maður tekur sér ríkjandi stöðu á götunni á miðri akrein. Ég reyni líka að ná augnsambandi við bílstjórann en það tekst ekki alltaf. Þetta getur samt gerst þrátt fyrir að maður geri allt rétt á götunni.

Þetta mundi líklega gerast síður ef fleiri væru úti að hjóla. Þá myndu bílstjórar frekar líta eftir hjólreiðamönnum á gatnamótum og þeir myndu fá meiri reynslu í að meta hraða og fjarlægð í reiðhjólamann. Þetta er líklega skýringin á fyrirbæri sem er kallað "safety in numbers". Það sýnir sig nefnilega að slysatíðni hjólreiðamanna er minni í þeim löndum og borgum þar sem meira er hjólað.

Árni Davíðsson, 31.8.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með Árna :-) 

Morten Lange, 4.9.2009 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband