7.10.2009 | 17:53
Svanasöngur
Nei, þessi færsla er ekki um ríkisstjórnina, Icesave eða aðrar þjóðfélagshörmungar, elskuleg Byko-druslan mín gaf upp öndina í dag *grrreeenj*
Ég var að hjóla heim þegar keðjan læstist með geigvænlegum bresti. Einn hlekkur brotnaði og braut gírskiptinn í leiðinni. Það svarar ekki kostnaði að gera við þetta, svo ég býst við að hjólið verði bútað niður og notað í varahluti fyrir önnur hjól á heimilinu.
Ég var stödd við Snorrabraut þegar keðjan slitnaði, á leiðinni að sækja strákinn minn á Frístundaheimili. Klukkan var 16:45 og ég þarf að sækja barnið fyrir kl 17:15 uppi í Smáíbúðahverfi. Það var enginn tími til að taka strætó, hæpið að ég hefði náð þessu með leigubíl á háannatíma svo ég notaði hjólið eins og hlaupahjól, var á öðrum petalanum og skúrraði mér áfram með hinni löppinni. Vakti óneitanlega smá athygli á Miklubrautinni með þennan sérkennilega hjólastíl, en ég náði upp á Frístundaheimili á 20 mínútum. Hefði sko verið í verri málum ef ég hefði verið á bíl sem hefði bilað, þá hefði ég fyrst þurft að koma bílnum út af götunni og svo þurft að labba eða redda mér öðru vísi. Hefði ekki náð á áfangastað fyrir lokun.
Þetta hjól er búið að þjóna mér prýðilega í 8 ár, þar af bróðurpart síðasta vetur. Ég á annað hjól og hef notað það í sumar, en gírinn bilaði á því hjóli í síðustu viku, þess vegna var ég á gamla hjólinu í dag. Þannig að á einni viku er ég búin að rústa bílnum og báðum hjólunum. Hinn bíllinn er uppi á Keflavíkurflugvelli, hjól karlsins er vandlega læst við húsvegginn, skil nú ekkert í því, þar eð það er hvílík ryðhrúga, ekki séns að neinn þjófur líti við því. Ekki það að ég geti notað það ef það væri ólæst, það er með hvílíkum dempurum að ég verð sjóveik ef ég hjóla á því.
Kallinn fær áfall þegar hann kemur heim næstu helgi eftir viku fjarveru. Öll farartæki heimilisins í lamasessi, kellingin marin og blá eftir að hafa reynt að skipta um dekk á bílnum, yngri strákurinn krambúleraður eftir slagsmál í skólanum og eldri strákurinn óþekkjanlegur, kominn með spangir á tennurnar. Ég ætti kannski að raka á mig kiwikoll til að hann taki ekki eftir öllu hinu *hugs*
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
vá, ég prenta þetta og les á morgun
steinimagg, 9.10.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.