11.10.2009 | 20:03
Hvalfjörður - Eilífsdalur
Ég tók smá hring í Hvalfirðinum í dag, skildi þennan stutta spotta eftir þegar ég tók Vesturlandið í sumar. En það ferðalag var planað þannig að ég tók alla 20-80 km langa hringi sem ég fann á kortinu og hjólaði þá. Ætlaði að hjóla hann á suðurleiðinni, en náði því ekki. Það verður að klára dæmið svo maður geti snúið sér að næsta landshluta næsta sumar.
Þegar ég keyrði fram hjá Esjunni sá ég að fánarnir blöktu ansi hressilega. Ég átti þá allt eins von á að það væri brjálað veður í Hvalfirðinum, ákvað samt að fara þangað og athuga aðstæður, ég er nú ekkert óvön því að þurfa að breyta plönum þegar ég hef ætlað að viðra mig í Hvalfirðinum, enda merkilega oft á djamminu í nálægum sveitarfélögum vegna óveðurs. En það var þetta líka blankalogn og brakandi sól. Ég varð eiginlega að standast freistinguna að taka ekki allan Hvalfjörðinn í einu, halda mig við upphaflega planið, hringinn í kring um Eyrarfjall.
Hvalfjörðurinn er náttúrulega malbikaður, en Eyrarfjallsvegur (nr. 460) er alfarið malarvegur. Sæmilega sléttur fyrir utan nokkra holótta kafla. Og vegurinn var mest megnis einbreiður, það var smá bras að mæta bílum, við þurftum bæði að víkja alveg út í lausan kant, ég og ökumennirnir.
Það var æði kuldalegt umhorfs á leiðinni, en hitinn var samt 5-7 stig og ég á mörkunum að fækka fötum. Þá niður á stuttermabolinn. Það hefði gengið eftir ef ég hefði verið fyrr á ferðinni, klukkan var 16 og þá var sólin horfin úr Eilífsdalnum.
Ekki veit ég hvað er svona merkilegt við Orustuhólinn sem er merktur "Athyglisverður staður". Reyndi að gúggla fyrirbærið þegar ég kom heim, en fékk þá upp mynd af öllu veglegri hól allt annars staðar á landinu. Það væri kannski ekki óvitlaust að bæta við smá skilti á stöngina með upplýsingum um af hverju þessi hóll er talinn vera merkilegt fyrirbæri.
Þessi hringur er 20 km og ég var ca klukkutíma og þrjú korter að fara hann. Með nokkrum stuttum mynda og drykkjarpásum. Og rölti upp á Orustuhólinn.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú minnist ekki á brekkuna upp allan dalinn. Það er greinilegt að hún skiptir orðið litlu máli fyrir þig eins og aðra hjólreiðamenn.
Ég var með skiptinema hjá mér í fyrravetur, svissneska stúlku. Ég var að sýna henni leiðina í FG fyrraahaust og við hjóluðum upp á Arnarnesið úr Kópavogi. Í miðri brekkunni fór hún að tala um hvað það væri þægilegt að hjóla á Íslandi af því það væru svo litlar brekkur m.v. heima hjá henni í Sviss!
Árni Davíðsson, 12.10.2009 kl. 10:11
Ha, var einhver brekka?!? Mér fannst þetta vera nánast allt á jafnsléttu. Ég fór fyrst Hvalfjarðaveginn svo ég væri með sólina í bakið (þá sjá ökumenn mig betur sem koma aftan að mér), og svo "vinstra" megin inn í hringinn. Brekkan þar er meira aflíðandi og þannig lagað auðveldari en hjóla hringinn rangsælis.
Hjóla-Hrönn, 12.10.2009 kl. 10:46
dugleg :-)
steinimagg, 12.10.2009 kl. 22:15
Takk fyrir frásögn, kort og flottar myndir. Þú veitir svo sannarlega innblástur !
Morten Lange, 19.10.2009 kl. 12:27
Sæl,
ég get ekki setið á mér að segja þér frá Orrustuhól (ég er frá Eilífsdal).
Þetta er bólstabergshóll sem kemur fyrir í Kjalnesingasögu, en aðalpersóna hennar, Búi, berst þar við óvini sína, drepur marga og særir fleiri áður en Eilífur bóndi gengur í milli. Það þarf að google-a "Eilífsdalur" til að þessar upplýsingar komi upp (ég fann einmitt bloggið þitt þannig, ég gúgglaði bæjarnafnið vegna upplýsinga sem ég var að leita að).
heidaa (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 14:41
Takk fyrir þetta Heiða, ég mun hafa öllu vígalegri mynd í huga næst þegar ég hjóla fram hjá Orustuhólnum.
Hjóla-Hrönn, 5.4.2010 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.