Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
24.2.2011 | 08:52
... og svo kýrnar
Það er ekki tekið út með sældinni að búa í Vesturbænum. Ég er eina mínútu að hjóla í vinnuna. Eina mínútu að hjóla út í klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins og eina mínútu að hjóla í Vesturbæjarlaugina. Eftir að ég fattaði að það eru opnar matvörubúðir allan sólarhringinn í Vesturbænum hef ég varla átt erindi út fyrir póstnúmer 107. Maður verður sífellt latari með minni hreyfingu og nú er ég orðin sílspikuð eins og beljurnar sem eru búnar að hanga á bás og éta í allan vetur.
Síðustu helgi átti ég erindi í Skálholt, en kórinn minn, sönghópurinn Norðurljós var með æfingabúðir. Þó að veðurspáin væri leiðinleg, rok og rigning ákvað ég að kippa hjólinu með. Sem betur fer, hann brast á með brakandi blíðu á sunnudeginum.
Hjólaði veg 353 - Kiðjaberg niður að Hestvatni og meðfram því á grófum malarvegi. Það var smá bleyta í veginum, og klakabunkar á köflum, en samt vel hjólanlegt. Maður verður pínu skítugur, bæði hjól og knapi, en það tilheyrir bara vorinu.
Venjulega heyrir maður alltaf einhver hljóð frá mannfólkinu, umferðarnið í fjarska eða dyn frá rafmagnsmöstrum. Það er golfvöllur og sumarbústaðir í nágrenninu en þennan sólríka sunnudag var engin umferð við vatnið og lognið var slíkt að engin vindhljóð heyrðust, engir fuglar voru á vatninu, ennþá ísi lagt. Eina hljóðið sem ég heyrði var niður í á sem rann í vatnið að norðanverðu. Mér fannst ég jafnvel heyra snjóinn bráðna, slík var kyrrðin. Á svona stundum fær maður á tilfinninguna að maður sé einn í heiminum og tíminn verður afstæður.
Svekkelsi dagsins fólust í þessu skilti. Hér er verið að tæla mann, æsa upp og egna. Hver stenst 3 heita potta eftir góðan hjólatúr? Ekki ég.
Sundlaugin reyndist hins vegar vera mannlaus og lokuð. Að vísu hægt að fara í snjó-sund sem ég væri alveg til í að prófa, en þá þarf maður að fá að dýfa sér ofan í heitan pott að því loknu.
Vorið er komið, óhætt að hleypa hjólurunum út.
Dægurmál | Breytt 30.12.2011 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar