Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Kæri herra guð, þetta er nóg

webSlade

Fyrirsögnin á síðustu bloggfærslu "Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó..." var nú bara titill, ekkert endilega óskhyggja. Óþarfi að láta allt eftir mér. Þó að mér finnist fallegt að hafa snjóinn, og það sé mjög gaman að fara á sleða og skíði, og krakkarnir elski snjóstríð, þá sé ég fram á að þurfa að labba 2 kílómetra með einn nöldrandi níu ára í skólann í fyrramálið.

webBikeInSnow 

Ákvað að taka smá könnunarrúnt á reiðhjólinu. Og bara á 20 mínútna hring í Háaleitinu síðla kvölds fór færðin úr "allt í lagi" í "nei, aftur fastir bílar í innkeyrslunni". Og núna er ekki einu sinni hægt að ýta, það er skafið í meira en metersdjúpa skafla og vegurinn er horfinn. Jebb, það er kolófært.

Er þetta ekki orðið gott fram að páskum? 

webMiklubraut

 

webTrees 


mbl.is Ófærð í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband