Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
3.7.2014 | 15:01
Hnífsdalsvegur - Óshlíð
Titill þessarar færslu gæti líka verið hrakfallasaga Hrannar. Ég ákvað að fara út að hjóla með syni mínum, 11 ára gömlum. Þetta var snemma kvölds og við byrjuðum á að þvo hjólin á N1 stöðinni á Ísafirði. Hjóluðum svo út í Hnífsdal. Ég hafði svolitlar áhyggjur af því að það gæti hrunið úr Óshlíðinni vegna mikillar rigningar tveimur dögum áður, en ákvað að hjóla aðeins inn á hana, aðallega til að sonur minn gæti síðar meir sagt að hann hafi hjólað þessa leið. Það fer kannski hver að verða síðastur, brimið nartar stöðugt í veginn og þar eð hann er aflagður, er honum sennilega ekki viðhaldið. Hann var þó sæmilega laus við steina, vegurinn er greinilega hreinsaður, ég hef oft séð meira grjót á honum en þetta kvöld.
Þegar við nálguðumst Bolungarvík uppgötvaði ég að ég hafði gleymt hjólatöskunni minni þegar við vorum að þvo hjólin. Í henni var veskið mitt, síminn, bíllyklar, viðgerðadót og pumpan. Ég var þó með myndavélina í vasanum og gat tekið myndir, sem betur fer. Ég vó og mat hvort við ættum að snúa við eða hjóla áfram og flýta okkur í gegn um göngin, jafnvel freista þess að stoppa bíl og fá að hringja til að láta einhvern sækja töskuna. Skyndilega finn ég kunnuglega tilfinningu. Það er sprungið hjá mér og loftið að leka úr dekkinu. Við strandaglópar úti í rassgati, símalaus, nestislaus og allslaus. Nema við sjáum glitta í bíl úti við vitann og náum þangað áður en ég endaði á felgunni.
Það voru nokkrir útlendingar á leið inn í bílinn. Nei, þau voru ekki með síma en já, þau voru á leiðinni inn á Ísafjörð. En aðeins pláss fyrir einn í bílnum. Ekki gat ég skilið 11 ára einan eftir svo ég ákvað að senda hann með fólkinu, eldri hjónum og tveimur konum. Hann átti samt í erfiðleikum með að muna staðarheitið, svo ég brá á það ráð að taka mynd af vitanum og Bolungarvík til að sýna foreldrum mínum, svo þau færu nú ekki að fínkemba Hnífsdalinn, eða leita að mér úti í Súðavík. Lét hann svo fara með myndavélina og sagði fólkinu að setja hann út um leið og þau kæmu að bænum, hann myndi rata heim til afa síns og ömmu.
Svo beið ég. Og beið. Heila eilífð að því er mér fannst en ég var ekki með klukku, en taldi að einhver ætti að koma eftir 15-20 mínútur. Mér fannst vera liðinn góður hálftími og ákvað að rölta áleiðis til Bolungarvíkur og reyna að ná í einhvern með síma. Eftir því sem hugsanirnar leituðu á mig, þá greikkaði sporið. Hvaða móðir setur barnið sitt upp í bíl með bláókunnugu fólki. Eftir að hafa verið með stífa fræðslu í mörg ár, hversu hættulegt það er að fara upp í bíl með ókunnugum. Þau setja hann kannski úr í Hnífsdal. Eða bara alls ekki...
Annar bíll kom á móti mér og ég stöðvaði fólkið. Það reyndust vera aðrir útlendingar, en vopnaðir íslenskum síma. Svo ég gat hringt í mömmu og hún sagði mér að pabbi og sonur minn væri á leiðinni að sækja mig og hjólin. Stuttu seinna komu þeir keyrandi, með hjólatöskuna, en á klukkutímanum sem liðinn var, hafði enginn stolið töskunni eða neinu úr henni.
Amma og afi drengsins eru óðum að jafna sig, en pjakkurinn kom einn æðandi inn með myndavélina á lofti, hrópandi "Mamma er þarna, mamma er þarna!!!" Ég veit ekki hvort þessi mynd (hér fyrir ofan) var á skjánum, en þau héldu fyrst að ég hefði lent í slysi eða jörðin gleypt mig...
Viku seinna gerðist þetta. Aurskriða féll á Hnífsdalsveg, yfir veginn og vinsæla göngu og hjólaleið sem liggur á milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Þá sömu og ég fór með syni mínum á reiðhjóli nokkrum dögum áður. Ég hefði átt að hafa meiri áhyggjur af Óshlíðinni... Þessi mynd er fengin "að láni" frá mbl.is. Sjá nánar hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/07/03/aurflod_fellu_nidur_eyrarhlidina/
Uppfærsla síðar sama dag. Skriða 2 af 3 náðist á myndband. Á meðan ég var að horfa á það tók ég eftir hversu viðeigandi myndin af syni mínum sem hjólaði með mér er. Svo ég varð að bæta því skjáskoti við og link á myndbandið. Fólk þarf að vera skráð inn á fésbókina til að sjá það
https://www.facebook.com/photo.php?v=583040275150613
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar