18.1.2010 | 11:49
Vona að ég finni ekki nektarmynd af mér á netinu
Ég er fædd og uppalin á Ísafirði og hef farið skrilljón sinnum í þessa sundlaug. En hef ekki orðið vör við þetta vandamál, kannski ekki fattað að maður sé að afklæða sig fyrir framan Pétur og Pál. Og ég er svo heitfeng að ég stend iðulega alveg við gluggann og læt ferskt loftið leika um mig eftir sundið.
Í gamla daga var kvennaklefinn kvennaklefi og karlaklefinn karlaklefi. Karlaklefinn var ívið stærri og þar var komið fyrir gufubaði. Sem olli því að kellurnar risu upp á afturlappirnar og heimtuðu að fá líka gufubað. Kvennaklefinn er hins vegar ca 20 fermetrar og ekki séns að koma fyrir gufubaði þar. Svo núna er skipt reglulega, suma daga fer maður til hægri, aðra til vinstri. Heyrst hefur af ákveðnum stjórnmálamönnum sem geta ekki hugsað sér að fara í sund á röngum dögum. Og hættan á að vaða inn á gagnstætt kyn hefur aukist umtalsvert.
Humm, er þetta að verða ár hinna miklu játninga, ég var svolítið að prakkarast og kíkja inn í strákaklefann á unglingsárunum, og auðvitað voru strákarnir að opna dyrnar hjá okkur og kíkja inn. En ég er búin að borga það til baka. Ég ruglaðist þegar ég ætlaði á klósettið í búningsklefanum sem hýsti áður karlmenn eingöngu, stormaði fram og til baka í leit að klóinu og endaði berrössuð úti á laugarbakkanum við mikla lukku viðstaddra sundlaugargesta.
Óánægja meðal nemenda með baðaðstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hrönn. Gaman að sjá þig hér. Ég held að þetta sé eitthvað, sem hefur verið staðreynd í 40 ár eða lengur og botna ekki í af hverju að þetta er fráttamatur.
Ég skrifaði einu sinni frásögn hér á bloggið, þar sem þetta er nefnt og því lýst hvernig þetta horfir til. Við púkarnir lágum með bakið upp við sundlaugarvegginn á kvöldin og horfðum upp undir opna glugga (litla) sem spegluðu því sem markvert var að okkar mati í kvennaklefanum. Óttalega saklaust.
Hér er frásögnin, ef þú hefur ekki séð hana.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 12:42
Jens Guð, 18.1.2010 kl. 13:38
Jón Steinar, þú ert agalegur, nú arga Ísfirskar stelpur/konur á öllum aldri í einum kór eftir þessar upplýsingar, ekki hafði ég hugmynd um þessa gægjuleið
Hjóla-Hrönn, 18.1.2010 kl. 18:05
Hjóla-Hrönn, þú ert alltaf skemmtileg!
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.