Jákvæð afleiðing klámbyltingarinnar

Ég hef aðeins undrast þessa rakstursáráttu kvenna, ég er búin að stunda sund reglulega frá barnsaldri og það eru ekki mörg ár síðan maður sá fyrst rakaða píku í kvennaklefanum.  Í dag er þetta mjög algeng sjón, eiginlega flestar á aldrinum 18-30 raka sig, mismikið þó.  Mér þótti þetta afspyrnu kjánalegt og taldi þetta afsprengi klámbyltingarinnar, en ég er venjulega loðin eins og ég var sköpuð.  Raka hvorki leggi, handarkrika né nokkurn annan stað á líkamanum.  Helst að mig hafi langað til að raka á mig hanakamb, en það eru svona smá leifar af gamla pönktímabilinu.  Held að ég reyni að standast freistinguna, verandi miðaldra húsmóðir.

Eeeeen í sumar var ég mikið á flækingi um sveitir landsins á reiðhjóli og þurfti að pissa hvenær sem er og hvar sem er.  Var að reyna að vera umhverfisvæn og sleppti því að nota pappír, en þá vilja droparnir liggja í hárunum og í lok dagsins var ekki beint hægt að lýsa lyktinni af mér sem ferskum sumarblæ...

sveitamynd

Svo ég prófaði að taka það brasilískt og ég verð að viðurkenna að þetta er þægilegra.  Nú get ég migið úti í móa og hrist dropann eins og karlpeningurinn.  Og girt upp um mig hreina og þurra.

Er þetta ekki annars jákvæð frétt?  Finnst fyrirsögnin á fréttinni vera í full miklum hörmunga-stíl.

Og nei, þið fáið ekki mynd!


mbl.is Flatlúsin í útrýmingarhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En koma ekki broddar? Er það ekki óþægilegt ef karlinn er að taka aðeins á þér og broddanir stinga hann?

Benni (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 18:41

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Broddarnir á munaðarhólnum eru mun mýkri en á karlmannskjamma.  Sem betur fer

Hjóla-Hrönn, 11.2.2010 kl. 19:02

3 identicon

það vaxa heldur ekki broddar eins og eftir rakstur heldur mun mýkri hár...vegna þess að við rakstur er klippt af spjótlaga hári þar sem það er þykkast en við vax er það tekið frá rót og vex því í heilu lagi aftur.

eftir nokkur skipti af vaxi verða þau mun mýkri....hjá mér allavega og öllum sem ég þekki sem gera þetta:) og já - MUN mýkri en á karlmannskjamma!

una (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 22:13

4 Smámynd: steinimagg

þetta er afar athyglisvert

steinimagg, 11.2.2010 kl. 22:23

5 identicon

Ef allir væru jafn hreinskilnir og óhræddir eins og þú þá væri heimurinn betri staður. Og ég tala nú ekki um hjólreiðarnar.

Rúnar Már (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 22:38

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

og er þetta slegið  "blint" bara sisona með gillettinum  eða kanski gamli "ronson"

Jón Snæbjörnsson, 11.2.2010 kl. 22:52

7 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Takk Rúnar Már

 Palson heitir græjan, ætluð til að snyrta hár og skegg.  Og já, það er bara slegið blint og kíkt öðru hvoru í spegil, ég hef ekki lagt í vax, hef heyrt allt of margar hryllingssögur um svoleiðis...

Hjóla-Hrönn, 12.2.2010 kl. 00:03

8 identicon

Geturu ekki tekið að þér eins og eina flatlús fyrst þú ætlar að halda kjörlendi þeirra? Í nafni náttúruverndar auðvitað ...

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 02:59

9 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Bergur, þú hefur ekki klárað færsluna, það er ekki stingandi strá á mér í dag, svo einhver önnur verður að taka að sér að bjarga flatlúsinni frá útrýmingarhættu.

Hjóla-Hrönn, 12.2.2010 kl. 09:13

10 identicon

Ó, afsakaðu ... mín mistök ... en mikið er þetta annars skelfileg þróun, þ.e. ef maður væri flatlús.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 09:23

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

allavegan dáist ég af þessum "hjóla" krafti í þér, pottþétt gaman að vera svona "alla" leið úti við - segðu mér, ertu óhult á þjóðvegum ?

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2010 kl. 11:42

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hrönn mín .......Ef allir væru eins hreinskilnir í tessum efnum og tú...En ég er  svo sammála tér med raksturinn.Hef  ekki haft stingandi strá í mörg ár  og kann vel vid tad .

Góda ferd um tjódvegi landsins frjáls og getur pissad hvar og hvenær sem er án allra ótæginda.

Kvedja úr Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 12.2.2010 kl. 13:01

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta "lúsa" blogg verður áhugaverðara með hverjum deginum

fer að kunna vel við þetta "kvikindi"

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2010 kl. 13:06

14 identicon

Þessi þráður er vonlaus án mynda!?!

Krímer (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 15:01

15 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þú meinar Krímer - sjá "af" raksturinn

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2010 kl. 15:30

16 identicon

Ég held einmitt að mjög margir af þeim sem eru eldri en hin svokallaða X-kynslóð (sem ég tilheyri víst, verandi fædd rétt eftir 1980) tengi rakstur skapahára við eitthvað klámfengið. Þetta trend hefur kannski upphaflega byrjað í klámiðnaðinum en ég held að í dag þá snúist þetta um almennt hreinlæti hjá flestum.

Þar sem við göngum í fötum er ekki lengur þörf á kynfærahárum til verndar og eins og Hrönn bendir réttilega á þá eru hár á þessum stöðum til þess fallin að í þeim loði þvag, sviti og annar ófögnuður. Ég er alls ekki að segja að þær sem ekki raki sig séu eitthvað óhreinar á neðri hæðinni, en það er óneitanlega auðveldara að halda þessu svæði snyrtilegu þegar lubbinn þvælist ekki fyrir.

Áfram píkurakstur!

Lena (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 15:32

17 identicon

Já einmitt Jón, sjáum afraksturinn og svo höldum við töðugjöld.

Krímer (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 16:11

18 Smámynd: Jens Guð

  Kynfærarakstur hefur örfáar jákvæðar hliðar.  Þar á meðal að flatlúsin er á undanhaldi.  Ég hef fengið flatlús og er ekkert hrifinn af henni.  Hún klípur óþægilega og kostaði mig vökva sem ég keypti í apóteki.  Og dauðvorkkendi henni.  Þetta er vinalegt kvikindi ef hún léti vera að klípa.

  Á móti kemur að kynfærahár kvenna gegna ýmsu hlutverki.  Þau viðhalda réttu hitastigi á þessu svæði.  Þau verja kynfærin gegn ýmsum "óhreinindum".  Einnig óþægindum af núningi buxna.  Í stað flatlúsarinnar raskast rakastig kynfæra og ýmis önnur vandamál koma upp.  Útferð og fleira.

  Það er engin tilviljun að náttúran/þróunarferlið hefur varðveitt þetta svæði með hárum.

  Annað:  Fyrir nokkrum dögum fjallaði Torfi Geirmundsson í Útvarpi Sögu um kynfærarakstur kvenna.  Hann er fylgjandi honum.  Hann sagði við viðmælanda sinn,  Jakob Bjarnar Grétarsson,  að ég sé andvígur kynfærarakstri kvenna.  Jakob Grétar svaraði:  "Það er styttra síðan Jens Guð kom ofan úr trjánum en við..."  

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 22:40

19 Smámynd: Jens Guð

  Jakob Bjarnar átti það að vera...

Jens Guð, 12.2.2010 kl. 22:40

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jahá! Eru til eitthvað af "fyrir" og "eftir" myndum af þessum rakstri í kynninharskyni? Hvar eru allar þessar rakarastofur eiginlega?

Óskar Arnórsson, 12.2.2010 kl. 23:52

21 identicon

Konur eru nú ekki allar glæsilegar, reyttar eins og kjúklingur og stundum með útbrot eftir aðfarirnar. En hins vegar er nú í lagi að snyrta runnann reglulega því eins og Lena nefndi getur orðið heitt með lubba undir öllum fötunum. (Hvað það varðar að karlar sæki í að konur líti út eins og 9 ára stelpur ætla ég bara ekki að ræða).

ullarinn (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 12:22

22 Smámynd: Hjóla-Hrönn

ullarinn, á mínum yngri árum dvaldi ég lon og don í Laugardalslauginni og þar var hópur líkamsræktargaura sem voru ansi flottir, vöðvastæltir og sólbrúnir.  En svo leið að keppni, þeir hömuðust meira við tækin, fóru á sérstakt fæði og urðu fremur extreme og eiginlega hættir að vera flottir.  Svo einn daginn misstu þeir skyndilega restina af sex-appílnum og ég var að spá í hverju sætti.  Jú, þeir voru búnir að raka af sér allt líkamshár fyrir neðan háls fyrir sýninguna (veit þó ekki um sundskýlusvæðið) og men, þeir voru álíka sexý og uppblásinn gúmmíhanski.

Sem betur fer er mjög sjaldgæft að hérlendar konur raki allt af, ég hef ekki séð margar alveg sköllóttar að neðan í kvennaklefanum, flestar skilja eftir rönd eða snyrtan þríhyrning.  Það er hins vegar ekki nægur raki þar fyrir flatlúsina til að þrífast.

Æltar enginn að upplýsa hvernig ástandið er í karlaklefunum?!?!??  

Hjóla-Hrönn, 13.2.2010 kl. 12:45

23 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Jens, það tók mig líka langan tíma að komast ofan úr trjánum, en ég held að ég sé lent með báða fætur á jörðinni og fari ekkert upp í trén aftur

Hjóla-Hrönn, 13.2.2010 kl. 12:48

24 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Jón, drífðu þig út að hjóla, þetta geta allir og er alveg jafn gaman og þegar maður var krakki.  Maður sjóast í bílaumferðinni, bara byrja í rólegum íbúðahverfum, svo að færa sig út á fáfarna sveitavegi og að lokum tekur maður Þjóðveg 1 með trompi.

Hjóla-Hrönn, 13.2.2010 kl. 12:53

25 Smámynd: Halla Rut

Flott færsla hjá þér.

Bendi á að hægt er að fara í lazer og þá er vandamálið úr sögunni for good.

Halla Rut , 13.2.2010 kl. 16:20

26 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hér er mikil fræðsla um hárvöxt og rakstur ákveðinna likamsparta kvenna, nú er ég orðinn miklu fróðari um það mál.

En ég stunda nú laugardalslaugina mjög mikið, og ég hef ekki enn séð karlmann með rakaðan pung. Hver er tískan í dag hjá þeim?

Sveinn Elías Hansson, 14.2.2010 kl. 00:11

27 identicon

Þetta er nú eitthvað misjafnt milli staða. Það eru mismunandi þjóðfélagshópar og mismunandi aldur eftir stöðum. Ekki mikið í klefanum í Laugardalslauginni en bara hinum megin við laugina í klefanum í World Class er það nú bara orðið nokkuð algengt að sjá karlmenn vel snyrta að neðan. Sumir taka jafnvel allt af. Það eru greinileg tengsl milli vöða, tattoo og því hversu mikið menn snyrta sig að neðan. Vöðvafjöllin eru stundum alveg sköllótt.

Halldór (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 00:59

28 identicon

Ég er í torfusamtökunum

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 20:34

29 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Rétt hjá þér Hjóla-Hrönn - ég dríf mig út og birja rólega í umferðinni  

í World Class hef ég séð einn svona "uppblásinn" gúmmíhanska þe gjörsamlega hárlaus en það var þessi Bubbi Mort - efast þó að hann sé fyrirmynd eða tákn fyrir tísku karlmanna - en veit ekki ekki viss samt

Jón Snæbjörnsson, 16.2.2010 kl. 10:10

30 identicon

Mökum skít í andlitið á Leifstittinum í World class

og drekkum svo jameson

við drekkum jameson við drekkum jameson, allan daginn út og inn

Krímer (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband