17.2.2010 | 19:25
Ekkert spes lengur
Ég hef alltaf haft gaman af því að vera öðru vísi. Ég hef svo sannarlega verið öðru vísi í heimi hjólreiðafólks undanfarin ár, en kannski á fremur lummó hátt. Hef kannski aðeins gengist upp í því að hjóla allra minna ferða, þegar fólk á ekki von á því að miðaldra, gigtveik, allt of feit kona hjóli í hvaða veðri sem er á hálf-ónýtu byko hjóli. Í flís-skíðanærfötum einum fata.
Kreppan hefur ekki leikið okkur grátt, ég get alveg fjárfest í góðum búnaði, ég er bara svo nýtin, að ég hef ekki kunnað við það, enda átti ég 3 nothæf reiðhjól í haust. Svo mér fannst að ég þyrfti eiginlega að hjóla þau út áður en ég fengi mér nýjar græjur. Örlögin gripu í taumana. Þessi þrjú hjól yfirgáfu mig á innan við einum mánuði í vetur. Eitt var orðið 8 ára og eftir hraustlegt keðjuslit sem braut gírskiptinn og beyglaði kransana, þá endaði það hjól í varahlutum. Hin tvö hjólin voru rétt um árs gömul, þau voru keypt í full miklum flýti, það var útsala og hjólin kostuðu 18 og 24 þúsund. Annað var samanbrjótanlegt en stellið var aðeins of lítið, eða hnakkstöngin ekki nógu löng, mér fannst vanta nokkra sentímetra upp á að ég væri með nógu útrétta leggi á því. Hitt hjólið átti eldri strákurinn að fá þegar hann væri orðinn of stór fyrir 24 hjól. Öðru hjólinu var stolið úr bakgarðinum okkar um hábjartan dag, hitt hjólið á ég raunar enn, ég man bara ekki alveg hvar ég lagði því *hóst* eftir mjög svo skemmtilegt djamm í miðbæ Reykjavíkur....
Undanfarnar vikur hef ég verið á lánshjóli sem bróðir minn bjargaði frá Sorpu þegar húsfélagið fór í tiltekt og enginn vildi kannast við fararskjótann. Það hjól hefur verið eitt skemmtilegasta hjól sem ég hef nokkurn tíma hjólað á, stærðin passar mjög vel og það er létt og auðvelt að hjóla á því. Vantar að vísu dempara, mér finnst það betra, þó að maður sé á malbiki, ég er búin að fá hvílíku höggin upp í hné og jafnvel upp eftir öllum skrokk. Lenti í ferlegri holu á Dalveginum á leið á kóræfingu, ég emjaði alla vega hvílíkt hátt að ég var flutt úr altinum yfir í sópran...
En þetta hjól er búið að vera pínu gallagripur, við erum að verða búin með varahlutalagerinn og enn finnst mér vera eitthvað að, sennilega legurnar eða sveifaröxullinn við það að gefa sig. Svo ég ákvað að vera ekkert að bíða til vorsins, dreif mig niður í Örninn og keypti splunkunýtt hjól. Einhver verður að spreða seðlum og reisa við efnahag Íslands! Ég ákvað nú samt að kaupa ekki neitt voðalega dýrt hjól, annars myndi ég þurfa að skipta kallinum út og sofa með hjólið uppí...
Svo nú er ég bara eins og hver önnur hjólakona, komin í sæmilegt form, á nýju Trek hjóli, með Ortlieb hjólatöskur. Í hjólafatnaði frá Chain Reaction. Ekkert spes lengur.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha ha - gaman að lesa eftir þig og til hamingju með nýja TREK hjólið
Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 08:59
Til hamingju með hjólið!
Fáum við að sjá myndir?
Jens (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 14:15
Takk, takk :) Ég setti gamla rifna hnakkinn minn á nýja hjólið á meðan ég er að kynnast og venjast hjólinu. Svo ég tek ekki myndir af mér á því alveg strax. En þetta er gæðingurinn: http://www.orninn.is/product_info.php?products_id=43&osCsid=c04b070694d607b13626643dd8343cf2
Hjóla-Hrönn, 18.2.2010 kl. 19:19
Til hamingju með hjólið, alltaf gaman að fá nýtt dót :-) fáðu þér alminilegan hnakk sem er hannaður fyrir konur.
Annars er ég nú á því að maður á ekki að spara þegar fjárfest er í hjóli, hjólabúnaði og hjólafötum.
steinimagg, 20.2.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.